Skírnir - 01.04.2015, Page 142
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
OG JÓN KARL HELGASON
Ímyndarvandi þjóðarpúkans
Um rannsóknir Kristjáns Jóhanns Jónssonar
á Grími Thomsen
Viðfangsefnið Grímur
Fjórði og fimmti áratugur nítjándu aldar voru mikill gerjunartími í
íslensku menningarlífi og stjórn málum. Íslenska náms- og mennta-
mannanýlendan í Kaupmannahöfn var miðstöð þessa hræringa,
með Baldvin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson fremsta í
flokki. Þjóðernissinnaðir sagnaritar í byrjun tuttugustu aldar sáu
þetta skeið í rósrauðum bjarma; það var vakningartími hnípinnar
þjóðar af værum blundi, stundin þegar Íslendingar settu markið á
sjálfstæða tilveru eftir margra alda erlenda stjórn. „Endurreisn
alþingis verður fyrsta takmarkið á framsóknar brautinni,“ skrifaði
Jón Jónsson sagnfræðingur árið 1903 í bókinni Íslenzkt þjóðerni um
þetta skeið í Íslandssög unni; hún var:
… sú lýsandi hugsjón, sem vakir fyrir þjóðinni. Og það er nærri því eins og
þessi hugsjón og sú endurfædda þjóðernistilfinning, sem henni er samfara,
veki upp heilan herskara af ötulum og áhuga sömum framsóknarmönnum,
— eða máske það sé öfugt […] En hvað sem því líður, þá er hitt víst, að um
og eftir 1830 rísa upp hver á fætur öðrum ötulir og ótrauðir ættjarðarvinir,
sem grípa við þessari hugsjón og berjast fyrir henni og yfir höfuð að tala
fyrir endurreisn þjóðarinnar í öllum greinum. (Jón Jónsson 1903: 217)
Rit Kristjáns Jóhanns Jónssonar, Grímur Thomsen: Þjóðerni, skáld-
skapur, þversagnir og vald, fjallar um einn kynlegasta kvistinn í því
íslenska framsóknarmannagalleríi sem gerði sig gildandi í höfuð -
borg konungsríkisins á áratugunum um og fyrir miðja nítjándu öld.
Grímur Thomsen kom til Kaupmannahafnar árið 1837, þá aðeins 17
ára gamall, og vakti fljótt athygli í iðandi menningarlífi borgarinnar.
Skírnir, 189. ár (vor 2015)
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 142