Skírnir - 01.04.2015, Page 143
143ímyndarvandi þjóðarpúkans
Um miðjan þrítugsaldur hafði hann meðal annars gefið út meistara-
prófsritgerð sína í bókmenntum frá háskólanum í Kaupmanna höfn,
en hún fjallaði um enska skáldið Byron lávarð, birt gagn rýninn rit-
dóm um eitt helsta ungskáld Dana, lent í ritdeilum við dansk an
menningar páfa, gefið út samkeppnisritgerð um franskar samtíma-
bókmenntir og haldið og gefið út fyrirlestur um stöðu Íslands í
skandinavísku samhengi í klúbbi Skandinavista. Eftir það náði
Grímur verulegum frama innan dönsku utan ríkis þjónustunnar, eða
þar til hann, rétt fimmtugur, fór á eftirlaun og sneri aftur til fæðing-
ar landsins. Heimkominn hóf hann búskap á Bessastöðum, kvæntist,
sat á Alþingi um árararðir og gerðist skáld.
Þótt fáir íslenskra samtímamanna Gríms hafi lifað jafnvið burða -
ríka ævi og hann þá hefur Grímur aldrei náð sömu stöðu í þjóðar-
minningunni og þekktustu íslensku fram sóknar mennirnir sem sóttu
nám til Kaupmannahafnar á öðrum fjórðungi nítjándu aldar. Lista-
skáldið góða, Jónas Hallgrímsson, og sóminn, sverðið og skjöldur-
inn, Jón Sigurðsson, hafa hvor um sig orðið að opinberum þjóðar-
dýrlingum — eins konar „þjóðarfeðrum“. Fæðingardagar þeirra
njóta nú ríkis helgaðrar viðurkenningar sem minn ingardagar ís-
lenskrar tungu og íslenska þjóðríkisins, eða þess sem Íslendingar
votta á tyllidögum að þeim sé kærara en flest annað (sbr. Páll
Björnsson 2012; Jón Karl Helgason 2013). Ekki er þó hægt að segja
að Grímur hafi fallið í algera gleymsku því að hans er enn minnst
fyrir kveðskapinn, enda rötuðu nokkur ljóða hans í Skólaljóðin sem
kynslóðum af íslenskum skólabörnum var gert að læra sér til mis-
mikillar ánægju (Kristján J. Gunnarsson 1964: 68–77). Staða Gríms
í þjóðar minningunni er þó tvíræð, eða margræð — hann er, svo
vitnað sé í inngang Kristjáns Jóhanns, „í senn álitinn þjóðskáld og
heims borgari, hann var íslenskur nýlendubúi og háttsettur danskur
embættismaður, fagurfræðingur og þingmaður, „aðals maður og
bóndi“ (Kristján Jóhann Jónsson 2014: 11).1 Það eru þessar and -
skírnir
1 Hér eftir verður einungis vitnað til rits Kristjáns Jóhanns Jónssonar með blað -
síðutali í sviga í meginmáli. Greinin byggir á andmælum höfunda við doktors-
vörn Kristjáns Jóhanns við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands 21.
september 2012 enda er ritið grundvallað á doktorsritgerðinni „Heimsborgari og
þjóðskáld. Um þversagnakennt hlutverk Gríms Thomsen í íslenskri menningu“.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 143