Skírnir - 01.04.2015, Page 144
stæður sem hér eru einkum til umræðu. Að leiðarljósi hefur Krist-
ján Jóhann aðallega tvær kenningar, eða nálganir, í bókmennta- og
menningarfræði, þ.e. nýsöguhyggju (e. new historicism) og eftir-
lendufræði (e. post-colonial critcism), en þessar kenningar ganga eins
og rauður þráður gegnum bókina alla.
Bókin skiptist í sjö meginkafla, auk inngangs og niðurstöðu -
kafla. Í fyrsta kafla er fjallað um rannsóknir á íslenskri rómantík og
þá sérstaklega stöðu Jónasar Hallgrímssonar í íslenskri menningu
en ein af meginhugmyndum Kristjáns Jóhanns er sú að Grímur
Thomsen hafi gefið íslenskum þjóðardýrlingum eins og Jónasi og
Jóni Sigurðssyni „merkingu með því að verða andstæða þeirra og
‚ekki einn af okkur‘“ (bls. 340). Í öðrum kafla er síðan rakið hvernig
sagan af Grími mótaðist í skrifum samtímamanna hans og síðari
tíma höfunda, einkum Jóns Þorkelssonar, Sigurðar Nordal, Thoru
Friðriksson, Andrésar Björnssonar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu.
Þriðji kaflinn, sem ber titilinn „Nýsöguhyggja og eftirlendufræði“,
lýsir aðferðafræði ritgerðinnar. Fjórði kafli fjallar um rómantísku
stefnuna í Evrópu og er þar meðal annars rætt um sögulegar og
heimspekilegar forsendur hennar, ólíkan skilning síðari tíma manna
á hugtakinu rómantík og hugmyndir fyrri tíðar manna um hið há-
leita (e. sublime). Þessir fjórir fyrstu kaflar eiga sameiginlegt að lýsa
stöðu þekkingar á viðkomandi rannsóknarsviðum en í síðari þrem -
ur köflunum beinist athyglin að einstökum þáttum í ferli Gríms.
Fimmti kafli fjallar um ritgerðir hans og greinaskrif, sem og danska
útgáfu hans á sögubrotum úr íslenskum fornsögum undir titlinum
Udvalgte Sagastykker, sjötti kafli fjallar um tiltekin við fangsefni í
ljóðagerð skáldsins og í sjöunda kafla eru ýmis stef úr lífi og störfum
Gríms tekin til gagnrýninnar endurskoðunar.
Fimmti og sjötti kafli tengjast innbyrðis þannig að ljóð Gríms,
sem fara ekki að birtast að marki fyrr en eftir að hann flytur til Ís-
lands, eru að verulegu leyti túlkuð í ljósi þeirra hugmynda sem fram
komu í skrifum skáldsins á mótunarárum þess í Danmörku. Leggur
Kristján Jóhann þar sérstaka áherslu á þjóðernishugmyndir, skand-
inavisma og frjálslyndisstefnu (e. liberalism) Gríms. Hann andæfir
því að ljóð Gríms einkennist af ríkri fornaldardýrkun. Bendir hann
meðal annars á sterk gotnesk einkenni á náttúruljóðum skáldsins
144 guðmundur og jón karl skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 144