Skírnir - 01.04.2015, Page 146
sídýpkandi hjólför. Markmið verksins eru að koma umræðunni um
Grím upp úr þessum hjólförum, líkt og Kristján Jóhann bendir á í
inngangi: „Ein af grundvallarhugmyndum þessa ritverks er að textar
Gríms Thomsen skiljist mun betur en ella ef þeir eru skoðaðir í ljósi
þeirrar orðræðu sem oft hefur skilyrt nálgun síðari tíma að ljóðum
hans og fræðum og hún íhuguð með gagnrýnu hugarfari. Orðræð -
una sem slíka ber jafnframt að skoða sem athyglisverðan texta“ (bls.
11–12). Í þessari afstöðu til viðfangsefnisins felast ein helstu nýmæli
bókarinnar; hún segir margt nýtt um Grím en um leið varpar hún
ljósi það hvernig við hneigjumst til að tala um hann og raunar mörg
önnur skáld nítjándu aldar. Hér er einnig um að ræða verk sem
vekur upp nýjar spurningar og hvetur til frekari umræðu og rann-
sókna.
Nýlendubúinn Grímur
Í niðurstöðum verksins skilgreinir Kristján Jóhann rannsóknar-
spurningu sína svo: „Hvaðan kom hin þversagnakennda afstaða sem
einkennir stöðu og hlutverk Gríms Thomsen í íslenskri menningu?“
(bls. 336). Hann hugsar sér rannsóknina því ekki sem bókmennta-
greiningu í þröngum skilningi þess orðs, heldur er ætlun hans að
staðsetja Grím innan íslenskrar bókmennta- og menningarsögu um
leið og hann greinir merkingu ljóða Gríms út frá skoðunum hans og
lífsreynslu. Það liggur eiginlega beint við að beita nýsöguhyggju við
slíka rannsókn, því að fylgjendur hennar, segir bandaríski bók-
menntafræðingurinn Louis A. Montrose, beina sjónum að „sögu-
legum, félagslegum og pólitískum aðstæðum og afleiðingum fram -
leiðslu og endurframleiðslu bókmennta“ (Montrose 1989: 15). Eða,
svo vitnað sé til Stephens Greenblatt og samhöfundar hans, Cat-
herine Gallagher, í heldur óþjálli íslenskri þýðingu, þá ber ekki að
líta á ljóð sem „leiðina að yfirsögulegum sannleika, hvort sem hann
er sálgreinandi eða afbyggjandi eða formlegur, heldur sem lykil að
ákveðnum sögulega inngreiptum og sálfræðilegum myndunum“
(Greenblatt og Gallagher 2000: 7). Frá þessu sjónarhorni skoðast
bókmenntir ekki sem einangrað fagurfræðilegt svið, sem lýtur fyrst
og fremst innri rökfærslu (lógík) og reglum, heldur sem þáttur í al-
146 guðmundur og jón karl skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 146