Skírnir - 01.04.2015, Page 147
147ímyndarvandi þjóðarpúkans
mennri menningarframleiðslu og samfélagslegri orðræðu hvers
tíma. Áhangendur nýju söguhyggjunnar hafna því líka að í bók-
menntum birtist ein samræmd heimsmynd, því að þær eru, segja
þeir, ávallt vettvangur átaka og hagsmunabaráttu sem tengist meðal
annars samfélagslegri stöðu höfundanna, afstöðu þeirra til valda-
stofnana, pólitískum viðhorfum þeirra, trú og kyni (Greenblatt
1989).
Áhrif nýsöguhyggjunnar á greiningu Kristjáns Jóhanns eru aug-
ljós því að sögulegt samhengi leikur lykilhlutverk í rannsókninni.
Hann rekur þannig hvernig sagan af Grími hefur verið sögð á ólíkan
hátt á ólíkum tímum, hann les merkingu í kveðskap Gríms út frá
þeim pólitísku straumum og stefnum sem höfðu áhrif á höfundinn,
og hann skoðar kveðskapinn í samhengi við önnur skrif Gríms, þar
á meðal skrif um stjórnmál og menningarpólitík, sem og sendibréf.
Eitt af höfuðeinkennum fræðimanna sem aðhyllast nýsöguhyggj-
una er einmitt að líta á alla texta sem á einhvern hátt jafngilda, eða
að minnsta kosti sem nothæfar heimildir um menningarsögulegt
ástand á ákveðnum tímum. Þeir mótmæla þess vegna hugmyndinni
um að bókmenntafræði snúist fyrst og fremst um rannsóknir á
„kanón ískum“ bókmenntaverkum því að allir textar veiti innsýn í
hugarheim fólks á þeim tíma þegar þeir urðu til — og stundum gefa
einmitt „lakari“ bókmenntir betri mynd af almennum hugsunar-
hætti fortíðar en stórvirkin sem ná á einhvern hátt að hefja sig yfir
stað og stund. Þessi aðferð Kristjáns Jóhanns gengur almennt ágæt-
lega upp þótt hann gangi kannski full stutt í hinni sögulegu nálgun
eða í vali á heimildum sem falla utan þess sem við flokkum venju-
lega sem bókmenntir. Þannig má ætla að ræður Gríms og málatil-
búnaður á Alþingi, sem algerlega er horft framhjá í bókinni, segi
meira um lífsviðhorf hans á þeim árum, þegar flest kvæði hans birt-
ust almenningi og voru fullmótuð frá hendi höfundar, en menning-
arpólitísk skrif frá því um eða fyrir miðjan fimmta áratug nítjándu
aldar sem Kristján Jóhann gerir rækilega grein fyrir í fimmta kafla.
Mikilvægt er að hafa hér í huga að miklar breytingar urðu í ís-
lenskum og dönskum stjórnmálum á þessum tíma og staða Gríms
og skoðanir breyttust sömuleiðis eftir að aldurinn færðist yfir hann.
Frjálslyndisstefnan, sem Kristján Jóhann segir vera helsta pólitíska
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 147