Skírnir - 01.04.2015, Page 149
149ímyndarvandi þjóðarpúkans
Bhabha, svo nöfn nokkurra helstu kenningasmiðanna séu tínd til.
Þessi ósamstæði hópur fræðimanna á það sameiginlegt að þeir rekja
uppruna sinn til landa sem urðu fyrir barði evrópskrar nýlendu-
stefnu á nítjándu öld og síðar, og mótaði sá uppruni skrif þeirra og
fræðimennsku. Í eftirlendufræðum, svo vitnað sé til bókar Kristjáns
Jóhanns, „er það viðtekið að þjóðir sem eitt sinn voru nýlendur
verði að gera upp við nýlendufortíð sína og skilja hvar gamlir
draugar undirgefni og sjálfskúgunar séu á ferðinni“ (bls. 94).
Að mati Kristjáns Jóhanns setti nýlendutilvera Íslands greini-
legt mark á líf og starfsferil Gríms Thomsen. Þannig hafi hann, þrátt
fyrir frama sinn innan dönsku utanríkisþjónustunnar, aldrei náð að
yfirvinna eða má út stöðu sína sem eins konar aðskotahlutur innan
stjórnkerfis nýlenduveldisins. „Grímur Thomsen er þegar hér er
komið sögu“, segir um stöðu Gríms upp úr miðjum sjöunda áratug
nítjándu aldar, „í tveimur ósamræmanlegum hlutverkum sem fær-
ast æ fjær hvort öðru. Hann er nýlendubúi og Íslendingur en jafn-
framt innanborðs hjá ríkisvaldi móðurlandsins“ (bls. 313). Grímur
leysir þessa þverstæðu með því að hverfa aftur ‚heim‘ og gerast
bóndi á föðurleifð sinni að Bessastöðum — þar með er nýlendubú-
inn horfinn aftur til nýlendunnar og hefur því losnað úr hinni und-
irskipuðu stöðu innan stjórnkerfis nýlenduveldisins. Afstaða
annarra til Gríms, og þá bæði samtímamanna hans og síðari túlk-
enda, mótaðist af sömu andstæðum. Löndum hans „súrnaði … í
augum“ (bls. 336) yfir velgengni hans í Kaupmannahöfn, segir
Kristján Jóhann um viðhorf Íslendinga til Gríms, og efuðust þeir
því um hollustu hans. Þetta „er dæmigerð afstaða nýlendubúa“,
heldur hann áfram, því að það „var ‚ekki hægt‘ að vera bæði heims-
borgari og þjóðskáld meðan á ‚þjóðarbyggingunni‘ stóð“ (bls. 337).
Í orrahríð sjálfstæðisbaráttunnar varð Grímur „framar öðrum full -
trúi ‚hinna‘, útlendinganna eða nýlenduherranna“ (bls. 338), en
Jónas Hallgrímsson og Fjölnismenn voru túlkaðir sem erkifulltrúar
„okkar“.
Þetta er áhugaverð túlkun á embættisferli Gríms, en beinna
virðist þó liggja við að tengja hvarf hans úr dönsku utanríkisþjón-
ustunni við þær breytingar sem urðu í kjölfar Slésvíkurstríðsins árið
1864, þegar verndarar hans og skoðanabræður misstu völdin í
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 149