Skírnir - 01.04.2015, Page 151
151ímyndarvandi þjóðarpúkans
einfölduðu ímynd(un) sinni upp á nýlendubúa. Þar með sam-
sömuðu margir nýlendubúar sig þeirri mynd sem nýlenduherrarnir
drógu upp af þeim sjálfum; hún varð eins konar sannleikur, ekki
aðeins þeirra sem réðu heldur einnig hinna sem lutu valdinu, eða
„almennur skilningur“ á heiminum — „heilbrigð skynsemi“ (ít.
senso commune) sem fáir drógu í efa svo gripið sé til hugtakanotk-
unar ítalska marxistans Antonios Gramsci (1971: 322–343). Á þenn -
an hátt mótaði nýlenduskipanin sjálfsmyndir nýlendubúanna um
leið og hún mótaði sjálfsmyndir nýlenduherranna, því að hinir
síðarnefndu litu á sig sjálfa sem jákvæða andstæðu hinna fyrrnefndu
eða sem æskilegt markmið fyrir nýlendurnar. Til að staðfesta þessa
heimsskipan söfnuðu fræðimenn á vegum nýlenduherranna vitn -
eskju um nýlendurnar og gripum þaðan og sýndu þær í söfnum í
höfuðstöðum nýlenduveldanna. Markmiðið var að sýna hversu
frumstæðar og vanþróaðar nýlendurnar voru; í gripunum sáu áhorf-
endur tákn um samfélög sem áttu enn langt í land með að verða eins
og „við“, en gátu kannski orðið það í fyllingu tímans ef þau, undir
leiðsögn velmeinandi nýlendustjórnenda, lögðu sig fram og líktu
eftir siðum og háttum nýlenduherranna. Nýlendubúar tóku gjarnan
sjálfir þátt í þessum leik og reyndu, með misjöfnum árangri þó, að
tileinka sér siði og menningu nýlenduherranna.
Það er vissulega freistandi að setja Danmörku og Ísland á nítj-
ándu öld inn í þetta skýringar- eða rannsóknarlíkan nýlendu-
veldis/nýlendu. Kaupmannahöfn var Íslendingum gluggi að veröld -
inni, þangað sótti íslensk yfirstétt menntun sína, íslensk lög komu
úr dönskum ráðuneytum, voru samin á dönsku og undirrituð af
dönskum kóngi. Mikilvægustu menningarminjum Íslendinga, mið -
aldahandritunum, hafði líka verið safnað saman og þær fluttar til
Kaupmannahafnar þar sem þær voru sýndar og rannsakaðar af
dönskum fræðimönnum. Það flækir þó málið að Danir litu alls ekki
á þessar minjar sem tákn um íslenskan framandleika, heldur sem
vitnisburð um sinn eigin uppruna og þar með samnorrænar rætur
Dana og Íslendinga (sbr. Guðmundur Hálfdanarson 2015). Það var
einmitt þetta sem Grímur vildi segja norrænum áheyrendum sínum
í framsögu á fundi hjá skandinavistum í Kaupmannahöfn sem Krist-
ján Jóhann gerir ágæt skil. Þar heldur Grímur því fram „að íslensk
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 151