Skírnir - 01.04.2015, Side 152
menning sé kjarni og upphaf allrar norrænnar menningar“ (bls.
170). Þessi skoðun heyrðist oft á nítjándu öld og heyrist reyndar
oft enn. Því verður afstöðu Dana til íslensks bókmenntaarfs varla
með réttu lýst þannig að þeir hafi „innlimað íslenskar miðaldabók-
menntir í sína bókmenntakanónu“ til að „styrkja danska bók-
menntasögu og menningarrætur“. Það er líka fullmikil einföldun
að segja að þeir hafi gert það „vegna áhuga á sjálfum sér en ekki á
Íslendingum eða íslenskri menningu“ (bls. 92), þ.e.a.s. sem einhvers
konar „óríentalíska“ tilraun nýlenduveldis til að ræna menningu
nýlendunnar og gera hana að sinni. Slíkt hefði reyndar verið harla
óvenjulegt athæfi út frá kenningum eftirlendufræða. Afstaðan ber
fremur vott um, að því er virðist, að íslenskir og danskir þjóðernis-
sinnar á nítjándu öld litu á þessar bókmenntir sömu augum. Þær
voru sannarlega að hluta til íslenskar bókmenntir, enda skrifaðar
á Íslandi af mönnum sem fæddir voru á Íslandi, en alls ekki ein-
göngu það, heldur voru þær einnig leifar af meintri frummenningu
Norður landa og því sönnun þess að Íslendingar væru, líkt og Danir,
„grein af hinu norræna ættartré“, svo gripið sé til orðfæris danska
stjórnmálamannsins Orla Lehmann (1869: 8), eins samtímamanna
Gríms.
Þetta leiðir okkur að meginvandanum við að túlka samband Ís-
lands og Danmerkur út frá sjónarhorni eftirlendufræða, og hann
snýr að því að Íslendingar og Danir hafa aldrei litið á sig sem hluta
af tveimur aðskildum menningarheimum, heldur sem náskyldar
þjóðir sem báðar tilheyrðu „norrænu“ eða „evrópsku“ menning-
arsvæði. Hið gagnvirka menningarsamband á milli Íslands og Dan-
merkur var því nokkuð annað en á milli hinna „austrænu“ nýlendna
og „Vesturlanda“, því að Danir töldu Ísland, þrátt fyrir allt, vera
vestanmegin við hina ímynduðu markalínu á milli Vesturs og Aust-
urs, sem greindi „okkur“ frá „hinum“. Menningarviðleitni sjálfstæðis -
baráttunnar snerist því ekki fyrst og fremst um að afbyggja einhvers
konar ranghugmyndir danskra ráðamanna um Ísland og Íslendinga,
heldur að finna íslenskri menningu þann stað sem Íslendingum
fannst hún eiga skilinn í stigveldi evrópskrar hámenningar. Það skal
þó tekið fram að þótt staða Íslands í stjórnskipun danska konungs-
ríkisins hafi verið talsvert ólík stöðu nýlendna í „Austrinu“, og
152 guðmundur og jón karl skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 152