Skírnir - 01.04.2015, Page 166
Wittgensteins um það að sjá eitthvað sem eitthvað annað. Í sam-
bandi við þessar meginkenningar ræði ég svo um tengsl tilfinninga,
skáldskapar og stjórnmála.
Þrjár örlagaborgir
Bók Einars Más er ekki beint framlag til hugmyndasögu. Hún er
fremur tilraun en fræðirit, jafnvel prédikun, prédikun gegn frjáls-
hyggju.2 Sjálfur kennir höfundur amstur sitt við „skáldsagnfræði“
(Einar Már Jónsson 2012: 16).
Meginþungi bókarinnar er skáldleg lýsing á örlagaborgunum
þremur: Í einni má finna efnisheiminn, í annarri sálarlíf einstaklinga.
Þriðja borgin er svo heimur hins andlega, þar sem meðal annars má
finna hugmyndir og sértök í hlutgerðri, jafnvel holdgerðri mynd
(Einar Már Jónsson 2012: 68–69). Eins og Atli Harðarson (2012:
76) bendir á þá er þessi greining nauðalík kenningu Karls Popper um
heimana þrjá: Einn þeirra er heimur hins efnislega, annar er heimur
hins huglæga. Lestina rekur heimur númer þrjú sem inniheldur
kenningar, hugmyndir, hugtök o.s.frv. (Popper 1972: 153–190).
En áhersla Einars Más á það sem hefði getað gerst á sér enga
samsvörun hjá Popper: „Þar sem rás sögunnar getur stöðugt farið
inn á nýjar brautir og klofnar þá milli þess eina sem varð og alls hins
sem hefði getað orðið en varð ekki, myndi hún kannske birtast líkt
og yfirmáta stórt tré, eins konar mjötviður sem skiptist stöðugt í æ
fleiri greinar …“ (Einar Már Jónsson 2012: 65). Það sem hefði getað
orðið er á vissan hátt til sem hverfi í örlagaborgunum. Því ætti engan
að undra þótt höfundur stundi „hvað-ef-sagnfræði“ (e. counter-fac-
tual history). Hann segir til dæmis stórskemmtilega frá því hvernig
Napóleon hefði getað lagt undir sig heiminn ef … (Einar Már Jóns-
son 2012: 169–172).
Einar Már gerir sér þann leik að holdgera hugtök, til dæmis má
finna forkostulega lýsingu á hagmenninu holdgerðu (lat. homo
oeconomicus): „… á honum eru einhvers konar saumför, og milli
þeirra er húðin ekki alveg eins á litinn, hún er með misjafnlega blá-
166 stefán snævarr skírnir
2 Atli Harðarson (2012: 76) lítur á hana sem sagnfræðilega predikun.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 166