Skírnir - 01.04.2015, Side 178
allt í einu slíka þögn með nýjum hætti, texti Einars Más af-hjúpar
ærandi þögn.
Hið skáldlega við fagurbókmenntir veitir okkur ákveðna fjar-
lægð frá viðfangsefninu.17 Ástæðan er sú að við erum síður „flækt
inn“ í skáldaðan veruleika en reynsluheiminn (þetta gildir jafnt um
ljóð og skáldsögur). Fjarlægðin sem hið skáldaða veitir eflir heild-
arsýn, við sjáum ekki borg í heild sinni ef við erum stödd á strætum
hennar. Við verðum að fjarlægjast hana, t.d. með því að klífa upp á
nærstatt fjall, til að sjá hana í heild. Framandgerving veitir mikla
fjarlægð frá viðfanginu. Um leið gefa fagurbókmenntir okkur færi
á því að lifa okkur inn í skáldaðan heim, sjá nánast heiminn með
augum ljóðmælanda eða skáldaðrar persónu. Innlifunin veitir
innsýn, við sjáum fyrirbærin innan frá, ekki utan frá eins og vís-
indamenn.18 Vísindamenn og heimspekingar geta skýrt kenndir
manna, skáldskapurinn getur sýnt okkur þær innan frá.
Tala má um „díalektík fjarlægðar og nálægðar (innlifunar)“ í
viðtöku okkar á skáldskap. Afurð samleiksins milli fjarlægðar og ná-
lægðar, „sýnþesan“, er sú af-hjúpun sem skáldskapurinn getur leitt til.
Hér má taka dæmi um tengsl skáldskapar, tilfinninga og stjórn-
mála. Athugum fyrst kvæði írska skáldsins William Butler Yeats
(1865–1939) um páskauppreisnina í Dyflinni árið 1916. Það ber
heitið Easter 1916 (Yeats 1921) Yeats var írskur þjóðernissinni en
andsnúinn valdbeitingu. Þess utan var honum yfirleitt ekki sérlega
vel við uppreisnarmennina. Einn þeirra, John MacBride, hafði
kvænst konunni sem Yeats elskaði, Maud Gonne. Í ofanálag hafði
hann farið illa með hana, að hennar sögn. Yeats segir í kvæðinu að
hann hafi verið „A drunk, vainglorious lout“. Kvæðið lýsir mikilli
persónulegri og pólitískri togstreitu, skáldið verður að játa að Mac-
Bride og hinir uppreisnarmennirnir hafi sýnt mikið hugrekki. Þeir
hafi breyst algerlega, hætt að vera hvunndagsmenn og leiðinda-
skarfar, hverfst í hetjur og píslarvotta (Bretar dæmdu þá flesta til
dauða og fylgdu dauðadómunum yfirleitt eftir).19 Samt hafi þeir
178 stefán snævarr skírnir
17 Það sem hér segir um fjarlægð og fagurbókmenntir er innblásið af Paul Ricœur
(1986: 113–131).
18 Það þýðir ekki að skáldleg innsýn sé betri en vísindaleg þekking, bara öðruvísi.
Skáldskapur og vísindi geta þess utan bætt hvort annað upp.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 178