Skírnir - 01.04.2015, Page 182
heildræna boðskap hans, skilja heimsmynd hans.23 Með mynd-
hvörfum og skálduðum, pólitískum frásögum um stjórnmál „estet-
ís erar“ (fagurvæðir) Einar Már stjórnmálin.24
Estetík og pólitík
Reyndar þarf engan Einar Má til, dómar um stjórnmál hafa löngum
haft estetískan og listrænan þátt. Við notum oft umsagnir á borð
við „helförin var harmleikur“ eða „alþingi er orðið að skrípaleik“.
Marx lýsti valdatöku Napóleons I sem harmleik, valdaráni Napó-
leons III sem skopleik (Marx 1972: 115). Þessar umsagnir eru strangt
tekið listrænar (e. artistic) fremur hrein-estetískar („fjallið er fal-
legt“ er hrein-estetísk umsögn). En náið er nef augum, auk heldur
leika hrein-estetískar umsagnir visst hlutverk í pólitískum dómum.
Við segjum um tiltekinn pólitískan feril að hann hafi verið glæsi-
legur. Um feril Winstons Churchill má segja að hann hafi verið stór-
brotinn, jafnvel háleitur. En seint verður ferill hans kenndur við
þokka, til þess gerði hann of mörg axarsköft (hið þokkafulla er smá-
gert, lýtalaust, oft samhverft). Alla vega er drykkjuskapur ekki ýkja
þokkafullur, en Churchill var blautari en góðu hófi gegndi (blauður
var hann aftur á móti ekki, öðru nær!). Sem flotamálaráðherra í fyrri
heimsstyrjöldinni gerði hann alvarleg mistök sem kostuðu tug -
þúsundir ungra manna lífið. Eins og það væri ekki nóg þótti hann
slakur fjármálaráðherra. Ekki virtist lýðræðisástin rista djúpt, því
um 1930 hélt hann fyrirlestra þar sem hann gagnrýndi almennan
kosningarétt.25 Í ofanálag var hann heimsvaldasinni sem elskaði
breska heimsveldið og vildi ekki gefa Indverjum sjálfstæði.26 Ekki
er örgrannt um að hann hafi haft rasískar hneigðir. En Churchill
reis hátt í heimsstyrjöldinni, í mínum huga var frammistaða hans
ægifögur. Ræðusnilld hans var liður í þeirri fegurð, enn heillast
menn af ræðunni frægu þar sem hann segir „… we shall fight on the
182 stefán snævarr skírnir
23 Í þessum kafla má heyra bergmál frá bók minni Metaphors, Narratives, Emo-
tions (Stefán Snævarr 2010).
24 „Að estetísera mætti hráþýða sem „að fagurvæða“.
25 Um þennan andlýðræðislega fyrirlestur, sjá Rose 2010: 188.
26 Sjá Rose 2010: 189–190.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 182