Skírnir - 01.04.2015, Page 183
183að fagurvæða stjórnmál
beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the
fields and in the streets, we shall fight in the hills; we shall never
surrender …“ (Churchill 1940a). Eða er hann sagði sællra minn-
inga: „I have nothing to offer you but blood, toil, tears, and sweat,“
(Churchill 1940b).
Í skák geta snjallar leikfléttur valdið því að skoðandinn finni est -
etíska nautn enda eru veitt fegurðarverðlaun fyrir fegurstu skák
hvers skákmóts. Sagt er að stærðfræðilausnir geti verið fallegar með
svipuðum hætti. En hvað með leikfléttur stjórnmálamanna? Mér
finnast sumar slíkra fléttna hreinlega fallegar, t.d. flétta Ólafs Ragn-
ars sem leiddi til endurkjörs hans árið 2012 (ég tek skýrt fram að ég
hef aldrei kosið hann). En hvað ef ég fyndi estetíska nautn við að
íhuga leikfléttur Stalíns og Hitlers? Vil ég vera maður sem nýtur
þess að íhuga bellibrögð þessara þokkapilta? Ég myndi kappkosta
við að losa mig við slíka estetíska kennd vegna þess að ég tel hana
siðferðilega ranga. Þannig getur siðferðiskennd trompað pólitísk-
estetíska tilfinningu.27
Það sem hér segir um leikfléttur og ægifegurð Churchills kann
að vera bundið minni sérvisku. En hvað sem því líður þá skipta
hinar áður nefndu listrænu og estetísku umsagnir um stjórnmál
okkur talsverðu máli. Ef við hættum að nota þær þá yrði hið póli-
tíska mál okkar fátækara fyrir vikið. Hugsum okkur að við mynd -
um skyndilega hætta að lýsa helförinni sem harmleik. Þá yrði
erfið ara fyrir okkur að skilja skelfingu hennar, það er ekki heiglum
hent að skynja þjáningar milljóna manna. Sagnfræðingurinn Hay-
den White segir að við reynum að skilja hið óskiljanlega (helförina)
með því að bera hana saman við fyrirbæri sem við þekkjum vel, þ.e.
harmleik. White bendir á að harmleikir séu skáldaðar sögur, við
notum skáldaðar frásögur til að skilja hið illskiljanlega (White 1978:
84–88). Einar Már Jónsson semur sögur til að varpa ljósi á flókið
og torskilið ferli, þróun frjálshyggjunnar.
Hér skal áréttað að við beitum myndhvörfum í þessum listrænu
og estetísku umsögnum. Helförin var ekki bókstaflega harmleikur,
valdataka Napóleons III ekki bókstaflega farsi. Hyggið líka að til-
skírnir
27 Þessi rökfærsla er innblásin af Mary Devereaux (1998: 226–255).
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 183