Skírnir - 01.04.2015, Qupperneq 187
ÞORVALDUR GYLFASON
Stjórnarskrá í salti
1. Inngangur*
Eitt helsta loforð ríkisstjórnarinnar sem tók við eftir hrunið í árs-
byrjun 2009 var endurskoðun lýðveldisstjórnarskrárinnar, sem sett
var til bráðabirgða þegar Ísland sagði að fullu skilið við Danmörku
1944. Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hétu því þá þegar, að bráða -
birgðastjórnarskráin yrði endurskoðuð þegar sjálfstæðismálið væri
í höfn, en þá skorti til þess vilja eða getu. Ef til vill var það að ein-
hverju leyti vegna þess að engar þær þrengingar surfu að sem neyddu
þá til þess (Elster 1995). Í nýársávarpi sínu árið 1949 átaldi Sveinn
Björnsson, fyrsti forseti Íslands, stjórnmálaflokkana fyrir getuleysið
til að endurskoða stjórnarskrána, og „búum vér því ennþá við bætta
flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum við -
horfum, fyrir heilli öld“ (Sveinn Björnsson 1949). Eftirhrunsstjórnin
Skírnir, 189. ár (vor 2015)
* Höfundur er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra 25 full-
trúa sem kjörnir voru á stjórnlagaþing og síðan skipaðir af Alþingi í stjórnlagaráð,
er hafði það verkefni að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið var af-
hent Alþingi í júlí 2011 og hlaut stuðning ²/³ hluta kjósenda í þjóðaratkvæða -
greiðslu, sem Alþingi boðaði til 20. október 2012. Höfundur ber einn ábyrgð á
þeim viðhorfum sem fram koma í greininni, en þakkar Arne Jon Isachsen, Arnfríði
Guðmundsdóttur, Birgittu Swedenborg, Erlingi Sigurðarsyni, Erni Bárði Jóns-
syni, Eyjólfi Kjalar Emilssyni, Guðmundi Gunnarssyni, Guðmundi Jónssyni,
Guðna Th. Jóhannessyni, Hélène Landemore, Hirti Hjartarsyni, Hjördísi Há-
konardóttur, Jon Elster, Katrínu Fjeldsted, Katrínu Oddsdóttur, Lárusi Ými Ósk-
arssyni, Leif Wenar, Lýði Árnasyni, Mariu Elviru Mendez-Pinedo, Nirði P.
Njarðvík, Reyni Axelssyni, Sigríði Ólafsdóttur, Svani Kristjánssyni, Tom Gins-
burg, Valgerði Bjarnadóttur, Vilhjálmi Árnasyni, Þorkatli Helgasyni og Þorsteini
Blöndal fyrir athugasemdir við textann á fyrri stigum. Greinin birtist fyrst á ensku
í ritröð Háskólans í München (Constitution on Ice, CESifo Working Paper 5056,
nóvember 2014). Styttri gerð er ætlað að birtast í The Politics of the Icelandic
Crisis, ritstj. Irma Erlingsdóttir, Valur Ingimundarson og Philipe Urlfalino.
Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur þýddi greinina í upprunalegri lengd á íslenzku
og staðfærði, en upprifjun nýliðinna atburða í inngangi ensku frumgerðarinnar
er þó ekki höfð með hér.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 187