Skírnir - 01.04.2015, Síða 189
189stjórnarskrá í salti
Þegar heimsstyrjöldin síðari braust út árið 1939 rambaði Ísland
á barmi gjaldþrots, en „blessað stríðið“ kom í veg fyrir það, hinn
efnahagslegi uppgangur sem því fylgdi. Árið 1946 sviku flokkarnir
gefin fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um utanríkisstefnu lands-
ins eftir stríð, fyrirheit sem bundið var fullveldinu árið 1918, þegar
lýst var yfir „ævarandi hlutleysi“ Íslands. Samþykkt var á Alþingi
með 32 atkvæðum gegn 19 að sniðganga kjósendur og gera samn-
ing við Bandaríkjastjórn um afnot af Keflavíkurflugvelli til hern -
aðar. Bandarískur her var í landinu allt þar til bandarísk stjórnvöld
ákváðu árið 2006, einhliða og gegn vilja íslenskra stjórnvalda, að
hverfa með hann á brott. Engin viðbragðsáætlun var til staðar. Ís-
land hefur verið herlaust síðan 2006, sem er einsdæmi um ríki innan
NATO og afar sjaldgæft á heimsvísu. Fordæmi hafði verið skapað:
Alþingi vildi ekki boða til þjóðaratkvæðagreiðslu nema tryggt væri
að niðurstaðan yrði stjórnmálastéttinni þóknanleg.
Stríðsgróðanum hafði verið eytt í að stækka fiskiskipaflotann
(forsætisráðherra frá 1944–1947, og síðan með hléum allt til 1963, var
Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, lengi stjórnarfor mað -
ur Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda). En þar með er ekki öll
sagan sögð, því næstu 60 árin halaði Ísland inn fé vegna NATO-
herstöðvarinnar í Keflavík, sem árlega nam að meðaltali 2% lands-
framleiðslunnar.1 Stóru samstarfsflokkarnir tveir, Sjálf stæðisflokkur
og Framsóknarflokkur, héldu friðinn á 6. áratugnum, allt þar til sló
í brýnu á ný árið 1959. Var þá endurtekinn slagurinn frá 1942, þegar
gerðar voru breytingar á stjórnarskránni til að tryggja jafnari
atkvæðisrétt kjósenda. Framsóknarflokkurinn hafði sem fyrr fjölda
þingsæta langt umfram fylgi í kosningum, og enn barðist flokkur-
inn hatrammlega gegn breytingum á stjórnarskránni. Og enn tapaði
hann. Þessi atburður varð til þess að flokkarnir tveir gátu ekki náð
saman fyrr en um miðjan 8. áratuginn. Allan þennan tíma var efna-
hagslífi landsins rækilega handstýrt. Vöruverð, vextir og gengi
krónunnar var ákveðið af stjórnmálamönnum og sendisveinum
skírnir
1 Herstöðin var uppspretta umtalsverðra efnahagslegra gæða, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn — í þessari röð —
skiptu á milli sín og gæðinga sinna.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 189