Skírnir - 01.04.2015, Page 190
þeirra í bönkunum. Mikilvægt skref var stigið á 7. áratugnum, þegar
slakað var verulega á klónni með umfangsmiklum efnahagsráðstöf-
unum í frjálsræðisátt, þótt ekki hafi verið gengið nándar nærri nógu
langt. Miklum beinum fjárstuðningi ríkisins við sjávarútveginn var
breytt í óbeinan stuðning með því að fella gengi krónunnar og veita
fyrirtækjunum aðgang að niðurgreiddu lánsfé í bönkunum. Þetta
fyrirkomulag þýddi í raun að gengi krónunnar var lækkað eftir því
sem útgerðin heimtaði til að auka hagnað sinn af fiskútflutningi.
Þannig var grafið undan fjárhagslegri ábyrgð og ábyrgðartilfinn-
ingu í mikilvægustu útflutningsgrein landsins. Á 9. og 10. ára-
tugnum var reynt að halda gengi krónunnar stöðugu. Stuðningur
ríkisins við útgerðina tók því á sig nýja mynd, sem fólst í ókeypis
úthlutun á verðmætum fiskveiðiheimildum á Íslands miðum. Skömmu
síðar var samt lýst yfir og lögfest að fiskimið landsins væru sam-
eign þjóðarinnar.
Gjafakvótakerfið, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna
(2007) úrskurðaði að mismunaði fólki og væri brot á mannrétt-
indasáttmála samtakanna, gerði kvika auðlind (fisk) að fastri (eins og
olíu), og opnaði fyrir öll þau pólitísku hrossakaup sem slíkt býður
upp á. Æ síðan hafa eigendur útgerðarinnar ráðið lögum og lofum
í íslenskum stjórnmálum, með örlitlu hléi á fyrsta áratug 21. aldar,
þegar bankamenn leystu þá af hólmi fram að hruni 2008. Fyrrum rit-
stjóri Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson (2009: 206), lýsti því
svo, að fyrir stjórnmálamann jafngilti það pólitísku sjálfsmorði að
rísa gegn kvótagreifunum. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
(2010) greinir frá miklum fjárfúlgum sem fóru úr bönkunum, áður
en þeir voru yfirteknir, til stjórnmálaflokka og einstakra stjórn-
málamanna. Þær upplýsingar hefðu ekki komið fram nema af því að
allt hrundi.
Lærdómurinn sem draga má af þessum formála er tvíþættur. Í
fyrsta lagi sýndi Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, aðdáunar-
verða framsýni þegar hann sem ríkisstjóri fékk því framgengt að
tvenn mikilvæg nýmæli voru sett í bráðabirgðastjórnarskrána árið
1944, sem að öðru leyti var látin standa óbreytt frá 1874 eða 1849.
Í þeim efnum studdist Sveinn við fyrstu vísindalegu skoðanakönn-
unina sem gerð var á Íslandi. Nýmælin fólust í því að forseti
190 þorvaldur gylfason skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 190