Skírnir - 01.04.2015, Page 191
191stjórnarskrá í salti
lýðveldisins skyldi a) kjörinn af þjóðinni en ekki þinginu, eins og
stjórnmálaflokkarnir vildu (Ísland fékk þar með einn fyrsta þjóð -
kjörna forsetann í Evrópu)2 og b) geta neitað að staðfesta lög frá
Alþingi og vísað þeim í þjóðaratkvæði, en tillaga um það ákvæði
kom upphaflega fram árið 1940 frá Bjarna Benediktssyni, síðar for-
manni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Ákvæðið lá óvirkj -
að í 60 ár þar til því var beitt í fyrsta sinn árið 2004. Með því var
komið í veg fyrir áætlanir ríkisstjórnarinnar um að setja lög um
eignarhald á fjölmiðlum, lög sem hefðu neytt útbreiddasta dagblað
landsins og einu einkareknu sjónvarpsstöðina í samkeppni við rík-
isútvarpið til að hætta starfsemi. Í öðru lagi, eins og tíðindalítil en
raunaleg saga íslensku stjórnarskrárinnar sýnir, þá er stjórnarskrá í
grundvallareðli sínu pólitísk yfirlýsing. Þar eru réttindi og skyldur
borgaranna útlistaðar, meðal annars völd hinna fáu og skipulögðu
gagnvart völdum hins óskipulagða fjölda (Lasalle 1862). Engan þarf
því að undra þótt einstök ákvæði í stjórnarskrám geti valdið djúp -
stæðum ágreiningi. Réttindi sem njóta verndar í stjórnarskrá fela
jafnframt í sér skyldur sem kunna skiljanlega að mæta andstöðu.
Þeir sem halda því fram, eins og forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, að um breytingar á stjórnarskrá verði að nást víðtækt
sammæli, eru algerlega á skjön við sögulegar staðreyndir. En afstaða
þeirra þjónar sérhagsmunum þeirra sem eru andvígir stjórnarskrár-
umbótum.
Það sem hér fer á eftir skiptist þannig: Í 2. kafla er farið yfir og
útskýrt hvernig frumvarp að nýrri stjórnarskrá varð til með
fjöldaþátttöku almennings árin 2009 til 2014. Í 3. kafla er útlistað
nánar af hverju frumvarpið komst ekki í gegn á Alþingi og fjallað um
ýmsar þær gagnrýnisraddir sem beindust gegn því. Áður en lengra
er haldið er þó rétt að undirstrika, að hvort sem gagnrýnin átti rétt
á sér eða ekki, þá er hún aukaatriði úr því sem komið er. Það stafar
af því, að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið
20. október 2012, þar sem frumvarpið í heild ásamt einstökum mik-
ilvægustu ákvæðum þess var samþykkt af yfirgnæfandi meiri hluta
kjósenda. Lýðræðisríki getur ekki undir neinum kringumstæðum
skírnir
2 Meðal ríkja sem voru á undan eru Frakkland, 1848 og Þýskaland, 1919.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 191