Skírnir - 01.04.2015, Page 192
leyft sér að breyta eftir á niðurstöðum almennra kosninga, hvað þá
niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. En það er
einmitt það sem er verið að gæla við á Alþingi Íslendinga núna, að
segja skilið við lýðræðið. Í 4. kafla er samantekt.
2. Samning nýrrar stjórnarskrár eftir hrun
Endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna hóf árið 2009, var á margan hátt aðdáunarvert ferli
og til eftirbreytni (Elkins o.fl. 2012; Landemore 2014; Meuwese
2013). Fyrir það fyrsta, þá ákvað stjórnin eftir hrun að fela kjörnum
fulltrúum úr röðum almennings að endurskoða stjórnarskrána frá
1944 eða gera tillögu að nýrri. Alþingi skipaði nefnd sjö manna,
stjórnlaganefnd, til að undirbúa ferlið. Nefndin var skipuð fræði-
mönnum með sérþekkingu á ýmsum sviðum (bókmenntafræði,
félagsvísindum, lögfræði og náttúruvísindum). Þótt ekki væri það
sagt upphátt, þá endurspeglaði mannvalið þann skilning þingsins, að
stjórnarskrá væri ekki bara lögfræðilegt skjal — ekki einu sinni í
grunninn — heldur fyrst og fremst samfélagssáttmáli, pólitísk yfir-
lýsing. Þótt sérþekking á sviði lögfræði geti komið að notum við
samningu stjórnarskrár, þá er hún ekki grundvallaratriði. Það stafar
af því, að stjórnarskrá er æðri almennum lögum og þeirri staðreynd
að þjóðin er æðri þinginu. Lögfræðinga er samt sem áður þörf við
að semja drög að almennri löggjöf, meðal annars til að tryggja að hún
sé í samræmi við þá stjórnarskrá sem þjóðin hefur sett sér.
2.1. Stjórnlaganefnd
Hlutverk stjórnlaganefndar var þríþætt: a) Skipuleggja þjóðfund þar
sem almennir borgarar, valdir með slembivali úr þjóðskrá, kæmu
saman heilan dag og ræddu undir faglegri leiðsögn hugmyndir sínar
um hvað ætti að standa í stjórnarskránni. b) Undirbúa almennar
kosningar til stjórnlagaþings þar sem valdir yrðu 25 fulltrúar til að
gera tillögu að nýrri stjórnarskrá er tæki, eins og framast væri unnt,
mið af viðhorfum þjóðfundarins. c) Undirbúa starf stjórnlaga þings-
ins með því að taka saman og birta á prenti og á Internetinu grein-
192 þorvaldur gylfason skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 192