Skírnir - 01.04.2015, Page 193
193stjórnarskrá í salti
ingar á lýðveldisstjórnarskránni frá 1944, upplýsingar um erlendar
stjórnarskrár og annað efni sem máli skipti. Stjórnlaganefndin fór
óvart dálítið út fyrir lögbundið verksvið sitt með því að gera til-
lögur um orðalag einstakra ákvæða, en vinna nefndarinnar hlaut
einróma lof, bæði fulltrúa í stjórnlagaráði og annarra.
Sæmileg sátt ríkti um málið á Alþingi til að byrja með. Þing-
menn voru ýmist auðmjúkir eða hugdjarfir eftir kosningarnar 2009,
sem varð til þess að hægt var í fyrsta skipti að mynda meirihluta-
stjórn á Íslandi án Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stjórn
og stjórnarandstaða unnu sameiginlega að því að finna út hvernig
framhaldinu skyldi háttað. Eitt aðalkosningaloforð Framsóknar í
kosningunum 2009 var að drög að nýrri stjórnarskrá yrðu samin af
fulltrúum sem kosnir væru beint af þjóðinni. Segja má Sjálfstæðis-
flokknum til hróss — en flokkurinn var í stjórnarandstöðu eftir
kosningarnar 2009 — að hann fylgdi málinu eftir og lagði til og
studdi hugmyndina um að kalla saman þjóðfund. Kjörið hafði verið
til svipaðs þjóðfundar sem kom saman í Reykjavík 1851 meðan
byltingaralda reið yfir Evrópu. En allt kom fyrir ekki og fundurinn
var leystur upp í miðjum klíðum með einhliða ákvörðun fulltrúa
danska konungsvaldsins, Trampe greifa. Þetta sögulega áfall þekkja
flestir Íslendingar. Skömmu eftir hrun höfðu einstaklingar gert til-
raun með þjóðfund á Íslandi (Mauraþúfan 2009), með aðstoð út-
lendra sérfræðinga. Frumforsenda fundarins var hugmyndin um
„sameiginlega visku“ (e. collective intellegence). Sá fundur varð fyrir-
mynd þjóðfundarins 2010, þar sem 950 almennir borgarar á aldr-
inum 18 til 91 árs voru valdir sem fulltrúar með slembivali úr
þjóðskrá. Leiðrétt var fyrir kyni og búsetu og þess háttar til að
tryggja að fundurinn endurspeglaði þjóðina sem best. Þetta þýddi
— og það er lykilatriði í sambandi við lýðræðislegan grundvöll
verkefnisins — að allir Íslendingar, 18 ára og eldri höfðu jafna
möguleika á að fá boð um að taka sæti á þjóðfundinum. Fundurinn
kom saman í einn dag í nóvember 2010. Í lok fundar var birt ályktun
eða niðurstaða fundarins. Kveðið var á um að þörf væri á nýrri
stjórnarskrá sem innihéldi tiltekin ákvæði um náttúruauðlindir í
þjóðareigu, jafnan atkvæðisrétt og, til að auka pólitíska ábyrgð,
ákvæði um valddreifingu, umhverfisvernd, gagnsæi og þar fram eftir
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 193