Skírnir - 01.04.2015, Page 197
197stjórnarskrá í salti
2.3. Hæstiréttur skerst í leikinn
Það er tæplega tilviljun, þegar á allt er litið, að strax eftir kosning-
arnar til stjórnlagaþings lögðu þrír einstaklingar, sannanlega tengdir
Sjálfstæðisflokknum, fram kærur vegna þeirra. Kærurnar vörðuðu
talningu atkvæða, lögun kjörkassa og þess háttar. Á grundvelli þess-
ara kæra ákváðu sex hæstaréttardómarar af níu — fimm af þessum
sex skipaðir í Hæstarétt af dómsmálaráðherra úr Sjálfstæðisflokkn -
um — að kosningarnar væru ógildar. Ákvörðunin á sér engin for-
dæmi. Af dómurunum sex sem ógiltu kosningarnar höfðu fjórir
látið í ljósi opinberlega, á einn eða annan hátt, andstöðu sína við
auðlindir í þjóðareigu, en vitað var að 24 af 25 af kjörnum fulltrúum
til stjórnlagaþings voru fylgjandi auðlindum í þjóðareigu. Einn
dómaranna breytti afstöðu sinni í dómum milli áranna 1998 og 2000
(í fyrri dómnum var úrskurðað að úthlutun fiskveiðiheimilda sam-
kvæmt kvótakerfinu væri brot á stjórnarskrá, en í hinum síðari að
svo væri ekki); annar dómari hafði sem ríkislögmaður varið kvóta-
kerfið frammi fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (og
tapað); hinn þriðji varði kerfið sem ráðuneytisstjóri í sjávarút-
vegsráðuneyti er sá um framkvæmd kvótakerfisins; hinn fjórði með
því að verja kerfið opinberlega í ræðu og riti. Fimmti dómarinn er
bróðir útgerðarmanns, eins þeirra sem hafa haft hvað mestan ávinn-
ing af kvótakerfinu (Jóhann Hauksson 2011). Enginn þessara fimm
dómara kaus að víkja sæti þegar ákvörðun um ógildingu kosning-
anna var tekin.
Aldrei fyrr hafa almennar kosningar í lýðræðisríki verið ógiltar
eftir á í heilu lagi. Þar á ofan voru engin lög sem heimiluðu dómur-
unum slíka ákvörðun. Lög heimila dómurum aðeins slíka ákvörðun
ef hægt er að sýna fram á að kjörinn fulltrúi hafi ekki verið kjör-
gengur eða að kosningasvindl hafi skekkt niðurstöður kosninganna.
Hvorugu var haldið fram. Einn fulltrúanna sem náðu kjöri, Gísli
Tryggvason, óskaði eftir því sem kjósandi að Hæstiréttur endur -
skoðaði úrskurð sinn eða leyfði að minnsta kosti að atkvæði yrðu
endurtalin, ef það mætti verða til að varpa ljósi á „verulega ann-
marka“ sem nefndir voru í ákvörðuninni. Rækilega rökstuddri beiðni
Gísla var vísað frá af Hæstarétti (Gísli Tryggvason 2011).
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 197