Skírnir - 01.04.2015, Page 199
199stjórnarskrá í salti
sagðir vanvirða stjórnarskrána frá 1944 með því að fallast á skipun
Alþingis í ráðið.7 Ekkert okkar tók slíkar ásakanir alvarlega né
veltum því fyrir okkur, að Gísla Tryggvasyni undanteknum, að leita
réttar okkar gagnvart ákvörðun Hæstaréttar, sem Alþingi hafði lýst
sig bundið af. Alþingi og þjóðin hafði falið okkur að gera tillögu að
nýrri stjórnarskrá í kjölfar hrunsins, og við brettum bara upp ermar.
2.4. Stjórnlagaráð að störfum
Við byrjuðum á að halda nokkra óformlega fundi til að ná að kynn-
ast hvert öðru. Fundina notuðum við líka til að undirbúa starfs-
reglur, eins og lögin um stjórnlagaráð leyfðu. Til að undirbúa
framlag mitt til sameiginlegrar vinnu okkar notaði ég tímann til að
ráðfæra mig við kollega mína í útlöndum, þar á meðal einn höfunda
suður-afrísku stjórnarskrárinnar 1994–1996 og fleiri með sérþekk-
ingu á stjórnarskrármálum. Einnig fjölda innlendra fræðimanna,
lögfræðinga og aðra. Við komum vel undirbúin til okkar fyrsta
formlega fundar í byrjun apríl 2011, vopnuð afbragðsgóðri 700
blaðsíðna skýrslu stjórnlaganefndar og öðru efni. Eftir að hafa skipt
fulltrúahópnum í þrjár undirnefndir (A, B og C), sem hver um sig
hafði það hlutverk að undirbúa fyrstu drög að ¹/³ hluta væntanlegra
tillagna, var það eitt okkar fyrsta verk að ákveða hvort byrja ætti
með autt blað eða láta nægja að lagfæra einstök ákvæði stjórnar-
skrárinnar frá 1944. Fljótlega kom í ljós að mikill samhugur ríkti
um að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá frá grunni, þótt gamla
stjórnarskráin skyldi að sjálfsögðu vera útgangspunkturinn. Sam-
mæli um þetta virðist hafa helgast af þeirri ríkjandi skoðun að fjár-
málahrunið kallaði á gagngerar breytingar á stjórnarskránni fremur
en smávægilegar lagfæringar. Önnur ákvörðun sem tekin var í
byrjun snerist um það að hve miklu leyti vinnan skyldi unnin fyrir
opnum tjöldum frammi fyrir almenningi. Án mikilla vafninga var
ákveðið að reynt skyldi að tryggja gagnsæi með því að hafa al-
menning með í ráðum. Sú ákvörðun var ef til vill ekki svo erfið fyrir
skírnir
7 Einn frambjóðendanna sem náðu kjöri afþakkaði skipun Alþingis í stjórnlagaráð.
Sá sem næstur var í röðinni, lögfræðingur, tók sæti hans.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 199