Skírnir - 01.04.2015, Side 200
þá fulltrúa sem komu úr fræðaheiminum, þar sem gagnrýni er
viðtekin verklagsregla. Í framkvæmd var þetta þannig, að sameig-
inlegir fundir stjórnlagaráðs voru opnir, sendir út beint á Internet-
inu og gerðir aðgengilegir á vef ráðsins. Fundir undirnefnda voru
hins vegar ekki opnir nema þegar fulltrúum annarra undirnefnda
var boðið eða utanaðkomandi sérfræðingum. Eftirritun allra sam-
eiginlegra funda stjórnlagaráðs og fundargerðir allra funda birtust
smám saman á vef ráðsins. Eftir því sem á verkið leið kom æ betur
í ljós að það borgaði sig að tryggja gagnsæi með því að hafa al-
menning með í ráðum. Ekki aðeins var uppörvandi að sjá alúðina og
hve alvarlega fólk úr röðum almennra borgara tók framlag sitt, þau
sem þáðu boðið og lásu yfir texta frá ráðinu og gerðu athugasemdir
viku eftir viku. Þetta gerði líka að verkum að ekki reyndist nauð syn-
legt að kalla til sérstaklega fulltrúa hagsmunasamtaka, listamanna,
bænda, sjómanna, eftirlaunaþega, kennara og svo framvegis. Þetta
var í anda upphafsins að aðfaraorðum stjórnarskrárfrumvarpsins:
„Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem
allir sitja við sama borð“ og alveg á skjön við verklag sem tíðkast á
Alþingi. Þar er alvanalegt að sterkum hagsmunasamtökum — eins
og til dæmis LÍÚ — sé boðið að sjá sjálf um að semja lagafrumvörp
sem varða sérhagsmuni þeirra. Almennir borgarar úr öllum lögum
samfélagsins buðu fram aðstoð sína af miklu örlæti, listamenn,
bændur og svo framvegis, en hins vegar fáir fræðimenn og enn færri
lögfræðingar. Hugsanlega var ástæðan sú, að þeir hafi séð fulltrúa
stjórnlagaráðs sem boðflennur á sinni arfhelgu þúfu.8 Stjórnlagaráð
vann að verki sínu af einhug, svo að segja án undantekninga. Ef til
vill var það ekki mikið afrek í ljósi þess hve breið samstaða ríkti
um mikilvægustu málin. En að sjálfsögðu komu upp ágreiningsmál
sem varð að leysa. Í ljósi þess að stjórnarskráin gerir ráð fyrir að
200 þorvaldur gylfason skírnir
8 Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna lét stjórnmálafræðingur nokkur, sem ekki hafði
tekið til máls um efnisatriði allt stjórnarskrárferlið, hafa eftir sér viðtali við Morg-
unblaðið 13. desember 2012 að stjórnlagaráð hefði verið „algerlega umboðslaus
samkunda“. Hann bætti við, að „ákveðin elíta“ (væntanlega hann sjálfur þar á
meðal) ætti að sjá um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meðal fulltrúa í stjórnlag-
aráði sátu tveir stjórnmálafræðingar, annar þeirra var skipaður prófessor skömmu
síðar.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 200