Skírnir - 01.04.2015, Síða 201
201stjórnarskrá í salti
breytingar þurfi samþykki tveggja þinga með kosningum á milli,
töldu sumir til dæmis ráðlegt að reyna að sjá fyrir vilja Alþingis og
forðast að leggja til nokkuð sem ætla mætti að yrði hafnað í
þinginu. Aðrir töldu mikilvægara að standa með þjóðfundinum og
þeim einhug sem birtist í ályktunum hans. Rökin voru þau, að
aðeins þannig myndi ný stjórnarskrá fást samþykkt í þjóðar-
atkvæðagreiðslu sem Alþingi gæti ekki leyft sér að hafa að engu.
Svo annað dæmi sé nefnt, þá vildu sumir fulltrúanna talsvert rót-
tækar breytingar með því að auka völd forsetans með beinum hætti,
að forsætisráðherra yrði kjörinn beinni í kosningu og þar fram eftir
götunum. Aðrir töldu nóg að efla valdmörk og mótvægi (e. checks
and balances) milli þriggja þátta ríkisvaldsins innan ramma þeirrar
stjórnskipunar sem stjórnarskráin frá 1944 gerir ráð fyrir og bentu
á, að þjóðfundurinn hefði ekki lagt til að völd forsetaembættisins
yrðu aukin. Þriðja dæmið: Sumir fulltrúar töldu nauðsynlegt, ef
hægt væri, að setja inn sérstök ákvæði til að girða fyrir annað fjár-
málahrun en aðrir töldu að almenn ákvæði, sem styrktu valdmörk
og mótvægi, myndu nægja (Þorvaldur Gylfason 2013). Gert var út
um sum ágreiningsefnin með atkvæðagreiðslu í undirnefndum eða
á sameinuðum fundi stjórnlagaráðs, sem alltaf hafði síðasta orðið.
Um önnur náðist málamiðlun eða sammæli. Til dæmis kom ekki
til atkvæðagreiðslu um auðlindaákvæðið, sem undirnefnd A var
falið að gera drög að. Fullur einhugur og samkomulag ríkti um
ákvæðið innan stjórnlagaráðs. Stundum kostaði bæði mikla vinnu
og lagni að miðla málum.
Í stjórnlagaráði, og yfirleitt í undirnefndunum líka, var tekist á
um málin af yfirvegun, kurteisi og virðingu, gagnstætt reynslunni af
Alþingi. Öðruvísi hefði stjórnlagaráð tæplega náð að ljúka verki
sínu á þeim fjórum mánuðum sem Alþingi úthlutaði því. Að
minnsta kosti ekki með einróma samþykki frumvarpsins í lokin, 25
núll og enginn sat hjá. Það var pólitískt afrek, hvernig sem á er litið.
Það sem sennilega skiptir mestu máli í þessu er, að jafnvel þótt
fulltrúar í stjórnlagaráði litu svo á að þeir væru ekki bundnir af
neinu öðru en eigin samvisku, þá sömdu þeir frumvarp sem var því
sem næst í fullu samræmi við niðurstöður þjóðfundarins 2010. Eini
efnislegi munurinn er sá, að þjóðfundurinn vildi fækka þingmönn -
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 201