Skírnir - 01.04.2015, Page 203
203stjórnarskrá í salti
lágu tvær ástæður. Í fyrsta lagi sú, að með því að skipta út „fullu
gjaldi“ fyrir „sanngjörnu gjaldi“ mætti túlka ákvæðið sem stjórnar-
skrárvarinn afslátt á fullu verði til eigenda útgerðarinnar, sem ekki
var ætlunin. Í öðru lagi var eignarréttarákvæði frumvarpsins tekið
upp óbreytt úr stjórnarskránni frá 1944, en þar er kveðið á um að
„fullt verð“ skuli koma fyrir eignarnám. Til að gæta innra sam-
ræmis, og til þess að mismunandi eignarrétti sé ekki gert mishátt
undir höfði, þarf fullt verð að vera í báðum ákvæðum. Önnur fyrir-
spurn Alþingis leiddi blessunarlega til þess að grein frumvarpsins
um kosningar, sem kveður á um jafnan atkvæðisrétt, var umorðuð
og stytt um þriðjung, án þess að hróflað væri við henni efnislega. Í
nokkrum öðrum tilvikum var fyrirspurnum stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar svarað með því að leggja til breytt orðalag, ef það mætti
gera textann skýrari. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, eða meiri
hluti hennar öllu heldur, sex nefndarmenn af níu, hafði lýst því yfir
að aðeins yrðu gerðar orðalagsbreytingar en engar efnisbreytingar
á frumvarpinu.
2.5. Þjóðaratkvæðagreiðsla
Leið svo tíminn. Til að efla kjörsókn hugðist ríkisstjórnin halda
þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarpið samhliða for-
setakosningunum í júní 2012. En minni hlutinn á Alþingi varð sífellt
heiftúðugri í andstöðu sinni við frumvarpið og beitti málþófi til að
koma í veg fyrir þá fyrirætlan. Þjóðaratkvæðagreiðslan var því
haldin 20. október 2012. Ég spurði formann stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar, Valgerði Bjarnadóttur, hvort stjórnarflokkarnir, sem
stóðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni, myndu kynna frumvarpið
fyrir kjósendum í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Svarið var nei.
Hver á að sjá um það, spurði ég. Þið, var svarið. Ég túlkaði það sem
svo að fyrrum fulltrúar í stjórnlagaráði ættu að sjá um kynninguna,
en umboð þeirra hafði runnið út í júlí 2011. Þetta varð til þess að
SaNS, Samtök um nýja stjórnarskrá, voru stofnuð. Markmið SaNS
var að kynna frumvarp stjórnlagaráðs að nýjum stjórnskipunar-
lögum fyrir kjósendum og stuðla að góðri kosningaþátttöku 20.
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 203