Skírnir - 01.04.2015, Page 204
október.11 Samtökin höfðu ekki úr neinum peningum að spila ef frá
eru talin dálítil framlög frá Stjórnarskrárfélaginu og Hreyfingunni,
minnsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi. Ríkisstjórnin hafnaði
því að veita fé til að styðja við kynningu SaNS á frumvarpinu og
sama var að segja um stjórnarflokkana tvo, Samfylkinguna og Vinstri
hreyfinguna — Grænt framboð. Samtökin stóðu ein uppi. Án þeirra
var frumvarpið munaðarlaust. Hvað sem þessu leið, var reynt eftir
megni að halda frumvarpinu á loft. Greinar voru skrifaðar til að
útskýra frumvarpið og haldnir fundir hringinn í kringum landið
með stuðningi Hreyfingarinnar, síðar Dögunar. Eins og í kosning-
unum til stjórnlagaþings, þá sást varla til stjórnmálaflokkanna í
aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, ekki einu sinni þeirra
flokka sem komu frumvarpinu í hendur kjósenda. Þrátt fyrir það
varð kosningaþátttakan 49%, og 67% kjósenda sögðu JÁ við fyrstu
spurningunni: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til
grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Orðalag spurningar-
innar gæti virst halda þeim möguleika opnum að Alþingi gengi
þvert á það sem lagt var af stað með í upphafi og smíðaði eitthvað
allt annað úr frumvarpinu. Málum var hins vegar svo haganlega fyrir
komið, að Alþingi spurði fimm viðbótarspurninga, þar af einnar
um náttúruauðlindir í þjóðareigu (83% sögðu JÁ), annarrar um
jafnan atkvæðisrétt (67% sögðu JÁ) og enn annarrar um hvort til-
tekið hlutfall kosningabærra manna ætti að geta krafist þjóðar-
atkvæðagreiðslu (73% sögðu JÁ).12 Þetta þýddi að meiri hlutinn á
Alþingi, ásamt Hreyfingunni, gat stöðvað málþóf minni hlutans.
204 þorvaldur gylfason skírnir
11 Stofnun SaNS var nauðsynleg vegna þess að samþykktir Stjórnarskrárfélagsins
kváðu á um að félagið tæki ekki afstöðu til innihalds stjórnarskrárinnar. Félögin
tvö runnu saman 2014.
12 Stuðningur við frumvarpið er vanmetinn í þessum tölum, því margir kjósendur
sögðu Já við fyrstu spurningunni án þess að greiða atkvæði um þær sem á eftir
komu. Nánar tiltekið, þá slepptu tvisvar sinnum fleiri, eða rúmlega það, að svara
spurningum 2–6 en spurningu 1. Ætla má að þetta hafi haft í för með sér
neikvæðan halla varðandi spurningar 2–6. Ástæðan er sú, að sá sem greiddi frum-
varpinu í heild atkvæði sitt, er líklegur til að hafa verið samþykkur að minnsta
kosti sumum helstu ákvæðunum einnig, sem spurt var um í spurningum 2–6,
jafnvel þótt hann hafi sleppt þeim á kjörseðlinum. Til frekari upplýsinga um
niðurstöður kosninganna, sjá Þorvaldur Gylfason 2012 og Þorkell Helgason
2013.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 204