Skírnir - 01.04.2015, Page 205
205stjórnarskrá í salti
Gáum að því, að frumvarpið sjálft naut ekki aðeins stuðnings yfir-
gnæfandi meiri hluta kjósenda, heldur studdu þeir líka öll mikil-
vægustu einstöku ákvæði þess. Eftir á kaus minni hlutinn að vísa til
þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem marklausrar skoðanakönnunar og
hélt því fram að þeir sem ekki mættu á kjörstað myndu hafa kosið
gegn frumvarpinu.
Að þjóðaratkvæðagreiðslunni lokinni óskaði stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd eftir því að hópur innlendra lögfræðinga færi enn einu
sinni yfir frumvarpið. Hópurinn átti að gera tillögur að betra
orðalagi, ef þörf þætti á, út frá lagatæknilegu sjónarmiði. Skýr fyrir-
mæli lágu fyrir um að engar efnisbreytingar yrðu leyfðar. Fyrir
lögfræðingahópnum fór embættismaður úr forsætisráðuneytinu.
Hópurinn fór út fyrir umboð sitt. Landemore (2014) bendir á tvö
dæmi um tillögur frá hópnum um efnisbreytingar til hins verra. Hér
er þriðja dæmið: Lögfræðingahópurinn lagði til breytingu á auð-
linda ákvæðinu sem gerbreytti merkingu þess — í þágu útgerðar-
innar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd má segja til hróss, að hún
færði orðalagið aftur til þess horfs sem stjórnlagaráð lagði upphaf-
lega til og kynnt var fyrir almenningi í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Sögunni lauk hins vegar ekki þar með, því að nefndin breytti auðlinda -
ákvæðinu síðar með því að skipta út orðunum „fullt gjald“ fyrir
„eðlilegt gjald“.
Á elleftu stundu, og öllum að óvörum, bað stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd Feneyjanefndina að fara yfir frumvarpið. Þetta hafði
stjórnlagaráð lagt til við Alþingi meira en ári fyrr, en án árangurs.13
Fulltrúar Feneyjanefndarinnar komu til Íslands í janúar 2013 og
skiluðu bráðabirgðaskýrslu mánuði síðar (Venice Commission
2013). Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd veittist létt að laga lokaút-
gáfu frumvarpsins að veigamestu athugasemdum nefndarinnar. Segj-
ast verður eins og er, sem Feneyjanefndin líka viðurkenndi, að
sumstaðar skein í gegn ókunnugleiki um ástandið á Íslandi og ís-
lenska sögu, sem lýst var lítillega í 1. kafla þessarar greinar. Á það
skírnir
13 Svo spaugilega vildi til, að Alþingi óskaði eftir því við Stjórnarskrárfélagið að fá
leyfi til að nota enska þýðingu þess á frumvarpinu, sem félagið hafði kostað úr
eigin vasa. Leyfið var veitt með glöðu geði.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 205