Skírnir - 01.04.2015, Page 208
ust þeir undan refsingu fyrir að hafa komið stjórnarskrármálinu út
af sporinu. Allir þingflokkar höfðu hag af að þegja um örlög stjórn-
arskrárfrumvarpsins í kosningabaráttunni.
3. Hvað fór úrskeiðis? — Gagnrýnisraddir
Hvers vegna var frumvarpið ekki samþykkt á Alþingi? Frá mínum
bæjardyrum séð hafði það ekkert með meinta annmarka þess að
gera — og ég lít aðeins á þetta sem tímabundið bakslag, af ástæðum
sem ég mun gera grein fyrir hér á eftir. Því fór sem fór, að frum-
varpið var sniðið til að dreifa valdi, þ.e. að færa vald frá stjórn-
málastéttinni til almennings í samræmi við fyrirmæli þjóðfundarins
2010. En þingmenn gátu í skjóli stjórnarskrárinnar frá 1944 komið
í veg fyrir að það næði fram að ganga. Sú staðreynd að þjóðar-
atkvæðagreiðslan var ráðgefandi en ekki bindandi er léttvæg vegna
þess að þjóðin er æðri þinginu.16 Hið eina sem fór verulega úr-
skeiðis í ferlinu var að ekki skyldi vera hægt að gera forseta Alþingis
ábyrgan fyrir því að láta greiða atkvæði um frumvarpið. Það má
telja nær öruggt, að þingmenn hefðu ekki árætt að fella frumvarpið
í opinni atkvæðagreiðslu gegn skýrum vilja þjóðarinnar eins og
hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Hefði Alþingi greitt
atkvæði um frumvarpið, eins og því bar að gera, og sérstaklega ef það
hefði látið fara fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um það samhliða
alþingiskosningunum,17 þá gildir einu hvernig nýtt þing hefði verið
skipað, það hefði tæplega vogað sér að hafna frumvarpinu. Það
hefði getað kostað uppreisn á götum úti og aðra búsáhaldabyltingu.
Það var trúlega af þessari ástæðu sem forseti Alþingis kom í veg
fyrir atkvæðagreiðsluna í skjóli nætur. Sem sagt, stjórnarskrárferlið
fór ekki úrskeiðis. Hávaðasamur minni hluti á Alþingi beitti mál þófi
208 þorvaldur gylfason skírnir
16 Stjórnarskráin frá 1944 er túlkuð þannig að hún leyfi ekki bindandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu, en það gerir frumvarpið að nýrri stjórnarskrá. Það tiltekna
ákvæði hlaut stuðning 73% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 (Þor-
valdur Gylfason 2012).
17 Aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið, samhliða alþingiskosningum í apríl
2013, þurfti Alþingi, lögum samkvæmt, að ákveða með þriggja mánaða fyrirvara.
Sá frestur var látinn renna út.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 208