Skírnir - 01.04.2015, Page 210
Samt stóð enginn upp og andmælti þessum ákvæðum opinberlega.
Rétt eins og nær enginn lýsti opinberlega yfir andstöðu við ákvæði
um jafnan atkvæðisrétt eða auðlindir í þjóðareign, ef undan er skilin
misheppnuð tilraun lögfræðingahóps stjórnvalda, sem nefnd var hér
að framan, til að eyðileggja bitið í auðlindagreininni. Þetta var skilj-
anlegt í ljósi þess að stjórnlagaráð gætti þess vandlega að haga
orðalagi auðlindagreinarinnar í samræmi við stefnuyfirlýsingar
stjórnmálaflokkanna. Um sumt var orðalagið fengið að láni þaðan.
En þegar til átti að taka reyndust þessar stefnuyfirlýsingar innantóm
orð. Þannig stendur á því, að sú gagnrýni sem gaus upp eftir þjóðar-
atkvæðagreiðsluna snerist ekki um þau atriði sem hér voru nefnd,
heldur eitthvað allt annað — það er að segja atriði sem Alþingi hafði
réttilega ekki séð neina ástæðu til að leggja fyrir kjósendur í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni 2012.
3.2. Æsist nú leikurinn
Andstæðingar frumvarpsins gerðu sér greinilega vonir um að frum-
varpið yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Að öðrum kosti
hefðu sumir þeirra væntanlega látið andstöðu sína í ljósi og varað
kjósendur við að samþykkja það fyrir atkvæðagreiðsluna. En nú
æstust leikar. Sjö manna stjórnlaganefnd hafði undirbúið vinnu
stjórnlagaráðs af einhug, en nú klufu þrír meðlimir sig frá og lögðu
fram hinar og þessar athugasemdir við einstaka þætti frumvarpsins,
þætti sem höfðu verið vandlega vegnir og metnir í skjalfestum
umræðum, þætti sem náðst hafði sammæli um í stjórnlagaráði og
kjósendur höfðu samþykkt. Tveir af þessum fyrrum meðlimum
nefndarinnar gáfu meiraðsegja út aðra stjórnarskrá — sína per-
sónulegu stjórnarskrá, ef svo má segja — þar sem hvorki var að
finna ákvæði um auðlindir í þjóðareign né jafnt vægi atkvæða, rétt
eins og engin þjóðaratkvæðagreiðsla hefði farið fram. Fleiri fulltrúar
í stjórnlagaráði komu frá Háskóla Íslands en nokkrum öðrum ein-
stökum vinnustað á landinu. Og nú brá svo við, skyndilega, að Há-
skólinn, eða öllu heldur tilteknar deildir innan Háskólans, efndu til
fundaraða þar sem aðallega sjálfvaldir andstæðingar frumvarpsins
viðruðu gagnrýni sína af stigvaxandi ákafa. Þeirra á meðal voru þre-
210 þorvaldur gylfason skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 210