Skírnir - 01.04.2015, Page 211
211stjórnarskrá í salti
menningarnir, minni hlutinn úr stjórnalaganefnd. Reglan var sú, að
fyrrum fulltrúum í stjórnlagaráði var ekki boðið að flytja erindi á
þessum fundum. Einhverjir þeirra reyndu þó að leiðrétta eitthvað af
rangfærslum sumra ræðumanna eftir á, úr sætum sínum meðal
áheyrenda og á bloggsíðum. Prófessorum var boðið að bera vitni
frammi fyrir nefndum Alþingis. Á einum slíkum nefndarfundi
héldu tveir hagfræðiprófessorar því fram, að yrði frumvarpið
samþykkt, sérstaklega auðlindagreinin, þá hefði það þvílíkar ham-
farir í för með sér að stórfelldir fólksflutningar hæfust frá landinu.
Það er upplýsandi út af fyrir sig, að engar fundargerðir voru ritaðar
á þessum nefndarfundum Alþingis, en einn nefndarmanna, Þráinn
Bertelsson, hefur birt lýsingu á framburði þessara tveggja prófess-
ora, staðfesta af þriðja aðila sem einnig sat fundinn.18 Rétt er að bæta
því við að fjöldi annarra fræðimanna, sem ekki tók beinan þátt í
stjórnarskrárferlinu, studdi frumvarpið dyggilega, bæði meðan á
samningu þess stóð og á eftir. Þeir höfðu ýmist fylgst með ferlinu
utan frá eða verið einstökum fulltrúum í stjórnlagráði til ráðgjafar.
Það er náttúrlega til lítils að ræða gagnrýnisraddirnar gegn frum-
varpinu núna. Þær misstu af vagninum. Ég ætla þó að gera það í ör-
stuttu máli. Arkítekt skilar ekki inn tillögum sínum eftir að aug -
lýstur skilafrestur er runninn út. Hann myndi virða leikreglurnar og
bíða næstu samkeppni. Andstæðingar stjórnarskrárumbóta á Íslandi
reyndust ófáanlegir til að virða þessa almennu reglu. Því skal það
ítrekað enn einu sinni, að gagnrýni á stjórnarskrárfrumvarpið er
léttvæg vegna þess að þjóðin samþykkti það í þjóðaratkvæða -
greiðslu sem boðað var til af Alþingi. Frumvarpið var að auki í
fyllsta samræmi við vilja þjóðarinnar eins og hann birtist á þjóð -
fundinum 2010 með aðeins einni markverðri undantekningu, sem
nefnd var hér framar og var raunar gerð í þágu Alþingis. Engu hefur
verið framvísað til sönnunar því, að frumvarpið gangi gegn niður -
stöðum þjóðfundarins 2010. Eina verulega andstaðan gegn frum-
varpinu kemur frá stjórnmálastéttinni og þeim sérhagsmunum sem
skírnir
18 Þorvaldur Gylfason 2014. Umræddir prófessorar voru skömmu síðar gerðir að
aðalefnahagsráðgjöfum fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf -
stæðisflokksins.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 211