Skírnir - 01.04.2015, Page 212
hún er fulltrúi fyrir. Allt saman góðkunningjar, sem Elster (2015)
lýsir þannig, að þeir þrífist á „ódýrum aðgangi að náttúruauðlind -
um, ranglátu kosningakerfi, óheiðarlegri bankastarfsemi og spilltum
stjórnmálamönnum“. Gegnumsneitt hefur gagnrýnin verið af póli-
tískum toga, ekki lagalegum, þótt nokkrir lögfræðingar hafi reynt
að klæða hana í fræðilegan búning.
3.3. Gagnrýnisraddir
Þrátt fyrir þetta þykir mér rétt að fara örstutt yfir nokkuð af þeirri
gagnrýni sem beint var gegn frumvarpinu og útskýra af hverju ég er
henni ósammála. Einn nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd Alþingis kvartaði yfir því, að í frumvarpinu væri ákvæði um
tilnefningu dómara. Þegar DV spurði út í það atriði fyrir kosningar
til stjórnlagaþings, svöruðu þeir 23 sem áttu eftir að verða fulltrúar
í stjórnlagaráði, að taka þyrfti á því í nýrri stjórnarskrá. Umkvörtun
nefndarmannsins var sú, að ný lög hefðu verið sett í sama anda og
ákvæðið sem lagt væri til í frumvarpinu. Okkur var að sjálfsögðu
kunnugt um þessi nýju lög og settum þetta ákvæði inn í frumvarpið
einfaldlega til að girða fyrir að stjórnmálamenn drægju til baka
þessar nýlegu umbætur við skipun dómara og tækju upp fyrri
vinnubrögð. Ekki reyndist vanþörf á. Í mars 2015 kynnti innanrík-
is ráðherra nýtt frumvarp til dómstólalaga, sem gaf Björgu Thor-
arensen prófessor og fyrrum stjórnlaganefndarmanni tilefni til að
segja í fréttum Ríkissjónvarpsins 4. mars 2015: „Ráðherra er í þess -
um drögum sem nú liggja fyrir veitt raunverulega algjörlega óheft
pólitískt vald til að ákveða hvern hann skipar í dómaraembætti. Og
með þessu tel ég vera horfið langt aftur til fortíðar, til tíma póli-
tískra embættisveitinga í dómskerfinu.“
Nokkrir gagnrýnendur sögðu stjórnlagaráð hafa skort lögfræði -
þekkingu. Þessi umkvörtun missir marks. Í fyrsta lagi, eins og áður
var sagt, þá er stjórnarskrá ekki lögfræðilegt skjal heldur pólitísk
yfirlýsing um grundvallarreglur. Stjórnarskrá getur í raun kveðið á
um hvaðeina sem þeir vilja sem setja hana saman. Í öðru lagi voru
fjórir lögfræðingar kjörnir í stjórnlagaráð. Enn fleiri voru meðal
starfsmanna ráðsins og ráðgjafa þess, að meðtöldum lögfræðingum
212 þorvaldur gylfason skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 212