Skírnir - 01.04.2015, Page 213
213stjórnarskrá í salti
í stjórnlaganefndinni. Í þriðja lagi var virtur lagaprófessor, Eiríkur
Tómasson, nú hæstaréttardómari, opinber ráðgjafi stjórnlagaráðs
síðustu vikurnar. Allan tímann meðan á verkinu stóð ráðfærði ég
mig við ýmsa aðra lagaprófessora og dómara, eins og ég er viss um
að félagar mínir í stjórnlagaráði hafa einnig gert. Þeir sem semja
stjórnarskrá þurfa ekki að hafa sérfræðiþekkingu á sviði lögfræði,
eða nokkru öðru sviði, ef út í það er farið. Ekki fremur en alþing-
is menn. Lykilatriðið er að hafa lýðræðislega kjörna fulltrúa, hæft
fólk með góðan ásetning og greiðan aðgang að sérfræðingum, sem
og öðrum almennum borgurum, eftir þörfum. Þetta höfðum við,
og það er mikilvæg ástæða þess að stjórnlagaráði tókst ætlunarverk
sitt og að frumvarpið hlaut stuðning kjósenda. Áskilnaðinn, til
dæmis, sem er að finna í einu umhverfisverndarákvæðinu, lagði til
mikilsvirtur raunvísindamaður, Ingvi Þorsteinsson: „Fyrri spjöll
skulu bætt eftir föngum.“ Ingvi er aðalhöfundur gróðurkorts af Ís-
landi, sem sýnir hvernig landið breytti lit gegnum aldirnar, frá
grænu yfir í grátt, að mestu vegna ofbeitar á almenningum. Til
að nefna annað dæmi, þá ráðfærðum við Ómar Ragnarsson, einn
fremsti náttúruverndarmaður Íslands, okkur báðir við Magnús
Thor oddsen, fyrrum forseta Hæstarréttar. Magnús kom að tíma-
mótamáli sem rekið var fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð -
anna fyrir hönd tveggja sjómanna, sem stefndu íslenska ríkinu fyrir
brot á mannréttindum með því að mismuna þeim við úthlutun fisk-
veiðiheimilda úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Sjómennirnir
unnu málið. Jafnvel enn mikilvægara var, að meðal þeirra nær 500
sem buðu sig fram til stjórnlagaþings og náðu ekki kjöri, eins og
Magnús Thoroddsen, voru margir, sérfræðingar og aðrir, sem hjálp -
uðu til við að móta frumvarpið og vinna því fylgi í þjóðarat kvæða -
greiðslunni 2012.
Nokkrir kvörtuðu yfir því að frumvarpið væri samið af hópi
fólks aðallega af höfuðborgarsvæðinu. Þessar áhyggjur sýndu sig
ekki í niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Að undan-
skilinni spurningu um þjóðkirkjuákvæðið var öllum spurningunum
sex í öllum kjördæmunum sex svarað í samræmi við frumvarp
stjórnlagaráðs, með aðeins tveimur undantekningum: Tvö lands-
byggðarkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi,
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 213