Skírnir - 01.04.2015, Page 214
lögðust gegn jöfnum atkvæðisrétti. Hin landsbyggðarkjördæmin
tvö voru fylgjandi jöfnum atkvæðisrétti — gegn eigin hagsmunum
sínum gæti einhver sagt — sem og þéttbýliskjördæmin tvö (Þorkell
Helgason 2013). Sem sagt, það er ástæðulaust að gera of mikið úr
ágreiningi milli kjósenda í dreifbýli og þéttbýli í þessu máli.
Reyndar var það svo, að flestir fulltrúar sem sátu í stjórnlagaráði og
voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu áttu sterkar rætur í öðrum
landshlutum. Enn og aftur, frumvarpið var í fullu samræmi við
niðurstöður þjóðfundarins 2010, þar sem allir landshlutar stóðu
jafnt að vígi.
Sú gagnrýni á frumvarpið sem heyrðist hvað oftast var, að
„fræðasamfélagið“ hafi verið á móti því. Þetta er auðvitað léttvægt
og auk þess rangt, af þeirri einföldu ástæðu, að í fjölþættu lýðræðis-
samfélagi er ekkert til sem heitir „fræðasamfélag“ hvað pólitík
snertir. Líkt og aðrar starfsstéttir getur fræðimenn eðlilega greint á
um stjórnmál. Sú staðreynd, að nokkrir starfsmenn háskóla freist-
ist til þess að klæða pólitíska sannfæringu sína og fylgispekt í aka-
demískan búning er annar hlutur, vel þekktur frá fyrrum komm -
únistaríkjum en nýmæli á Íslandi — og þó ekki.
4. Niðurstaða
Líkt og Elster (2015) bendir á, þá ætti „almenni löggjafinn hvorki að
þjóna sem stjórnlagaþing né sá er fullgildir stjórnarskrá. Hætt er við
að hann fari að þjóna sjálfum sér… “
Þetta er höfuðvandinn í því ófremdarástandi sem ríkir á Íslandi,
þannig að jafnvel kæmi til álita að finna leiðir sem ekki rúmast innan
núgildandi stjórnarskrár til þess að fá vilja almennings viðurkenndan,
eins og hann kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Frekar en
að nudda í stjórnmálamönnum, sem hyggjast standa í vegi fyrir vilja
þjóðarinnar til verndar sínum eigin hagsmunum og húsbænda sinna.
Ástandið er alvarlegt. Næstu alþingiskosningar, sem verða haldnar
í síðasta lagi 2017, gætu komið til kasta dómstóla, bæði hér heima
og erlendis. Ástæðan er sú, að kosningarnar verða haldnar sam-
kvæmt kosningalögum sem kjósendur höfnuðu í þjóð ar atkvæða -
greiðslu 2012, þar sem 67% þeirra lýstu stuðningi við jafnt vægi
214 þorvaldur gylfason skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 214