Skírnir - 01.04.2015, Page 215
215stjórnarskrá í salti
atkvæða.19 Þessu hefði verið hægt að komast hjá hefði Alþingi farið
að vilja þjóðarinnar fyrir og eftir alþingiskosningarnar 2013.
Framganga Alþingis er að margra dómi bein árás á lýðræðið í
landinu. Atburðir á borð við þá sem lýst var að framan eru for-
dæmalausir: Sex hæstaréttardómarar ógilda almennar kosningar á
hæpnum forsendum; Alþingi hunsar vísvitandi afgerandi niður -
stöður þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt á ekki að geta gerst í lýðræðis-
ríki. Stjórnarskráin er enn í salti, henni er haldið í gíslingu af
stjórnar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðan
þeir komust til valda um mitt ár 2013. Alþingi skipaði nýja stjórn-
arskrárnefnd, að gamalreyndri fyrirmynd margra slíkra sem mis-
tekist hefur að koma saman nýrri stjórnarskrá. Yfir nefndina var
settur eindreginn andstæðingur stjórnarskrárumbóta, sem á 84. ald-
ursári sagði sig síðan úr nefndinni með þeim rökum að hann væri
upptekinn við önnur verkefni.20 Nefndin lítur á stjórnarskrár-
frumvarpið sem aðeins einn þátt af mörgum sem hafa verði til
„hliðsjónar“, rétt eins og engin þjóðaratkvæðagreiðsla hafi átt sér
stað. Gælur af þessu tagi við að hverfa frá lýðræðislegum stjórnar-
háttum væru óhugsandi í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð
og mörgum öðrum ríkjum. En þá er að gá að því að 2/3 hlutar Ís-
lendinga lýsa stjórnmálum síns eigin lands þannig, að þau séu spillt.
Það hlutfall er nær því sem sést í Rússlandi og Úkraínu en annars
staðar á Norðurlöndum (Gallup 2013).
Núverandi ríkisstjórn er ekki aðeins reiðubúin að hunsa vilja
þjóðarinnar varðandi nýju stjórnarskrána. Snemma árs 2014 söfn -
uðust þúsundir manna saman á Austurvelli, laugardag eftir laugar-
dag, rétt eins og 2008 og 2009. Mótmælt var áformum ríkisstjórn -
arinnar um að slíta einhliða aðildarviðræðum við ESB, sem staðið
höfðu frá árinu 2009, þvert á skýr loforð um að kjósendur myndu
skírnir
19 Ennfremur sögðu 78% Já við spurningunni um hvort heimila ætti persónukjör
í auknum mæli í kosningum til Alþingis, og 73% sögðu Já við spurningunni um
hvort stjórnarskráin ætti að innihalda ákvæði þar sem ákveðið hlutfall kjósenda
gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál (Þorvaldur Gylfason
2012).
20 Við sæti hans tók lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, sem kom við sögu í kafla
2.5.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 215