Skírnir - 01.04.2015, Síða 218
HELGA KRESS
„Það er ekki ljósunum að því lýst“
Um leikrit Sigríðar Bogadóttur,
Gleðilegur afmælisdagur, fyrsta Reykjavíkurleikritið
og elsta leikrit sem varðveist hefur
eftir íslenska konu
Leikrit þetta er enn til.1
Tvær konur á 19. öld urðu brautryðjendur í íslenskri leikritagerð,
hvor á sínu sviði, án þess þó að eftir því væri tekið. Leikrit Júlíönu
Jónsdóttur (1838–1917), Víg Kjartans Ólafssonar, sem sett var á svið
í Stykkishólmi veturinn 1878–1879, er fyrsta íslenska leikritið sem
byggt er á efni úr Íslendingasögu, og lék Júlíana sjálf aðalhlutverkið,
Guðrúnu Ósvífursdóttur. Þetta leikrit var til skamms tíma aðeins til
í handriti, varðveittu á handritadeild Landsbókasafns, en var fyrir
rúmum tíu árum gefið út ásamt fræðilegum inngangi um upphaf
leikritunar íslenskra kvenna (Helga Kress 2001). Þar var leikrit Júlí-
önu talið elsta leikrit sem varðveist hefði eftir íslenska konu. Nú
hefur annað leikrit eftir íslenska konu frá svipuðum tíma komið í
ljós, leikrit Sigríðar Bogadóttur (1818–1903), „Gleðilegur afmælis-
dagur“, sennilega nokkru eldra. Í ævisögu eiginmanns hennar, Pét-
urs Péturssonar biskups, frá 1908, víkur Þorvaldur Thoroddsen,
tengdasonur þeirra, að Sigríði í síðasta kafla ritsins og segir:
Frú Sigríður var vel hagmælt, en tók lítið á því, hún skrifaði þó langt leik-
rit með siðferðislegri stefnu og eru í því mörg kvæði; leikrit þetta er enn til.
(Þorvaldur Thoroddsen 1908: 276)
Þetta var lengi eina heimildin um leikrit Sigríðar. Þorvaldur nefnir
ekki titil þess og hann tímasetur það, því miður, ekki heldur. Í leik-
listarsögunni hefur það verið talið glatað. Í riti sínu um upphaf leik-
Skírnir, 189. ár (vor 2015)
1 Þorvaldur Thoroddsen 1908: 276.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 218