Skírnir - 01.04.2015, Síða 219
219„það er ekki ljósunum að því lýst“
ritunar á Íslandi vitnar Steingrímur J. Þorsteinsson í ummæli Þor-
valds. Hann telur leikrit Sigríðar annað elsta leikrit alvarlegs efnis á
íslensku. Dregur hann þá ályktun af orðum Þorvalds um siðferðis-
lega stefnu þess, en leiðir að öðru leyti hjá sér tímasetningu þess og
varðveislu (Steingrímur J. Þorsteinsson 1943: 82–83). Þá vitnar
Lárus Sigurbjörnsson einnig í ummæli Þorvalds í skrá sinni yfir ís-
lensk leikrit 1645–1946 og segir án þess að athuga það nánar: „Leik-
ritið var enn til 1908, þegar æfisagan var rituð“(Lárus Sigur björns-
son 1946: 68). Enn vitnar Sveinn Einarsson í ummæli Þorvalds um
leikrit Sigríðar í leiklistarsögu sinni. Hann telur hugsanlegt að það
sé eldra en leikrit Júlíönu þótt erfitt muni að sanna það. „Þetta leik-
rit hefur ekki komið í leitirnar,“ segir hann eins og eftir því hafi
verið leitað (Sveinn Einarsson 1991: 338). Leikritið var þó allan tím-
ann á vísum stað, meðal gagna í minjasafni þeirra Þorvalds Thor-
oddsen (1855–1921) og Þóru Pétursdóttur Thoroddsen (1848–1917)
á Þjóðminjasafni Íslands (Þjms Þ og ÞTh 288 a, b, c). Um það hefur
að minnsta kosti Páll Baldvin Baldvinsson vitað því að hann nefnir
það með nafni undir færslunni „Vaudeville“ í uppflettiritinu Hugtök
og heiti í bókmenntafræði frá 1983, en án þess að geta heimildar.2
Minjasafn þeirra Þorvalds og Þóru var afhent Þjóðminjasafninu
í áföngum á tímabilinu 1921–1926. Samkvæmt ýtarlegri skrá Matth-
íasar Þórðarsonar, þáverandi þjóðminjavarðar, fékk hann handrit
að leikritinu, ásamt öðrum gögnum, frá Boga Melsteð þegar hann
var á ferð í Kaupmannahöfn árið 1923. Það er augljóslega afskrift af
eldra handriti, væntanlega eiginhandarriti, sem hefur við afskriftina
verið fargað. Leikritið er mjög langt, alls 245 blaðsíður í þremur
línustrikuðum stílabókum, og ber nafnið „Gleðilegur afmælis-
dagur“.3 Við safnmarkið í skránni er því lýst svo:
skírnir
2 Páll Baldvin Baldvinsson 1983: 296. „Vaudeville“, úr fr. „voix de villes“, raddir þorp -
anna, er heiti á leiksýningum með söngvum, eins og t.a.m. „Ævintýri á gönguför“
eftir Hostrup. Íslensk dæmi sem nefna má eru „Útilegumennirnir“ eftir Matthías
Jochumsson, frumsýndir í Gildaskálanum í Reykjavík 1862, og „Nýársnóttin“
eftir Indriða Einarsson, frumsýnd á Langalofti Lærða skólans í Reykjavík á jól-
unum 1871.
3 Ég þakka Ingu Láru Baldvinssdóttur, safnverði myndasafns á Þjóðminjasafni Ís-
lands, fyrir að finna fyrir mig leikritið í gögnum þeirra Þorvalds og Þóru og út-
vega mér ljósrit af því. Einnig þakka ég Hrafnhildi Schram, listfræðingi, fyrir að
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 219