Skírnir - 01.04.2015, Side 220
Leikrit íslenskt, sem heitir „Gleðilegur afmælisdagur,“ skrifað, er í 3 bókum
í 4to. Það er í 3 „flokkum“ (þáttum). Gerist í Reykjavík. Höfundur ekki til-
greindur.
Af stílabókunum má ráða að afskriftin er frá því um aldamótin 1900,4
sennilega gerð í Kaupmannahöfn af Þóru Thoroddsen eftir eigin-
handarriti móðurinnar. Skriftin er skýr og læsileg, sú sama og á
stuttum leikþætti eftir Þóru sjálfa, skrifuðum í Reykjavík nokkr um
árum áður.5Ofan í skriftina hafa á stöku stað verið krotaðar viðbætur
og/eða leiðréttingar með skjálfandi rithendi höfundarins sjálfs á
níræðisaldri.
Allt sem hún hafði plantað
Sigríður Bogadóttir var fædd á Staðarfelli á Fellsströnd 22. ágúst
1818, dóttir Boga Benediktssonar, fræðimanns, og Jarðþrúðar Jóns-
dóttur konu hans. Átján ára gömul sigldi hún til Kaupmannahafnar
sér til menntunar, en litlar heimildir eru til um það. Árið 1841 gift-
ist hún Pétri Péturssyni, ekkjumanni og tíu árum eldri en hún, sem
þá var prófastur á Staðastað á Snæfellsnesi. Árið 1848 fluttist hún
með manni sínum til Reykjavíkur, þegar hann varð forstöðumaður
Prestaskólans, með prófessorsnafnbót. Árið 1866 var hann vígður
biskup og hélt því starfi til ársins 1889. Pétur var einnig konungs-
kjörinn alþingismaður og fékkst mjög við ritstörf, einkum hugvekja
og guðsorðabóka, auk þess sem hann skrifaði kirkjusögu á latínu.6
220 helga kress skírnir
benda mér á arfleiðsluskrána þar sem leikritið er samviskusamlega skráð, og Lilju
Árnadóttur, sérfræðingi á Þjóðminjasafni Íslands, fyrir aðstoð og ábendingar.
4 Stílabækurnar eru enskar, með vörumerkinu „Paragon execise book“, með kápu-
myndum í art nouveau-stíl (Jugendstil) sem var vinsæll á tímabilinu 1890–1910.
Þær eru sams konar og skoski rithöfundurinn Arthur Conan Doyle skrifaði í
sumar af sögum sínum um Sherlock Holmes um aldamótin 1900. Einnig eru
nokkrar slíkar stílabækur til á handritadeild Landsbókasafns frá sama tíma. Ég
þakka Ragnhildi Bragadóttur, sagnfræðingi, og Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur á
handritadeild Landsbókasafns fyrir þessar ágætu ábendingar.
5 Þjms Þ og ÞTh 287. Þetta er gamanþáttur, 14 blaðsíður í vasabókarbroti, með yfir-
skriftinni „Fröken Skagalín“, dagsettur á „afmæli klúbbsins“, 28. febrúar 1891.
6 Sbr. ritaskrá Péturs í Þorvaldur Thoroddsen 1908: 315–322. Í endurminningum
sínum, Sjeð og lifað, segir Indriði Einarsson (1936: 71) að árið 1865 hafi Pétur Pét-
ursson verið á leið með að verða „víðkunnasti höfundur á landinu“.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 220