Skírnir - 01.04.2015, Side 223
223„það er ekki ljósunum að því lýst“
Eftir lát Péturs biskups, 15. maí 1891, fluttist Sigríður til Kaup-
mannahafnar til dóttur sinnar Elinborgar, sem þá var orðin ekkja.
Fór hún með póstskipinu Lauru aðfararnótt 14. maí 1892, „alfarin
héðan“, eins og það er orðað í Þjóðólfi (1892: 94) nokkrum dögum
síðar. Árið 1896 fluttust þangað einnig dóttirin Þóra og tengdason-
urinn Þorvaldur Thoroddsen ásamt dóttur sinni, Sigríði, barni að
aldri. Sigríður Bogadóttir lést 10. mars 1903, tæpum mánuði á und -
an Sigríði litlu, nöfnu sinni. Hún var grafin í Solbjerg kirkjugarði,
nálægt þeim stað þar sem hún hafði átt heima á Friðriksbergi, og er
leiði hennar týnt. Legstaður biskupsins, mannsins hennar, er hins
vegar í Reykjavík, Hólavallagarði, með veglegum bautasteini sem
stendur enn.12
Kómedíurnar
Heimili þeirra Sigríðar og Péturs biskups við Austurstræti var mjög
gestkvæmt. Þar voru haldnar veislur, farið í leiki, spilað á hljóðfæri
og mikið við haft, m.a. í klæðnaði.13 Í bréfi, dagsettu í Reykjavík
skírnir
garði biskupsfrúarinnar, umbreyttum í steypugólf og stakkstæði, írónísk frásögn
hans um framfarir í Reykjavík.
12 Um viðhafnarmikla greftrun Péturs biskups 3. júní 1891 og bautasteininn yfir
honum, með latneskri áletrun og teiknaðan af dótturinni Þóru, sjá Þorvaldur
Thoroddsen 1908: 288–291. Í sama riti riti kvartar Þorvaldur undan fálæti ís-
lenskra blaða sem höfðu ekki minnst biskupsfrúarinnar sem skyldi. Hann segir:
„Þegar Sigríður biskupsfrú dó var hennar að eins lauslega getið í íslenzkum
blöðum; þar sjást þó annars stöðugt íburðarmiklar lofgreinar um æfi manna og
kvenna, sem að eins örfáir þekkja, en líklega eru þær greinar borgaðar sem
auglýsingar“ (Þorvaldur Thoroddsen 1908: 274nm). Andláts hennar var þó getið
í flestum blöðum landsins ásamt stuttu æviágripi og nokkrum vel völdum lýsing-
arorðum í lokin. Þannig segir Þjóðólfur (3. apríl 1903: 55): „Hún var merk kona
á margan hátt, skyldurækin, þrekmikil, stjórnsöm og forsjál.“ Þá segir Þjóðvilj-
inn (11. apríl 1903: 68): „Frú Sigríður var einkar trygglynd kona, hjálpfús við fá-
tæka, og yfir höfuð mesta merkiskona.“ Undir þetta tekur Ísafold (18. apríl 1903:
75): „Frú Sigríður var kona vel að sér ger á marga lund, einkar trygglynd og vin-
föst, hispurslaus og hreinskilin, hjartagóð og hjálpfús við bágstadda.“ Tæpu ári
eftir lát hennar birtist svo á forsíðu Þjóðólfs (1904: 29) langt erfiljóð í hefð -
bundnum stíl eftir Matthías Jochumsson, endurprentað í riti Þorvalds (1908:
346–349).
13 Um heimilislífið hjá Pétri biskupi segir Þorvaldur Thoroddsen að það hafi liðið
fram „með stillingu og ró“ eins og á heimilum annarra embættismanna í Reykja-
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 223