Skírnir - 01.04.2015, Side 224
24. mars 1871, þakkar Marta Stephensen vinkonu sinni í Bretlandi
fyrir svuntu, sem hún hafði sent henni, og lýsir um leið heimboði
til biskups: „… svuntan kom sjer vel því jeg hafði hana í vetur,
þegar að jeg hafði mest við; á gamla árs kvöld hjá Jónasen og einu
sinni eitt sunnudags kvöld hjá biskupi, þá var jeg boðin með fleira
góðu fólki til að fara í jólaleiki og láta öllum illum látum eins og
góðu fólki sæmir, þarna sjerðu hvurt mjer þótti hún ekki fall -
eg.“14
Þegar Marta skrifar þetta er hún rúmlega þrítug. Það er einnig
Jakobína Jónsdóttir, síðar Thomsen, sem nýkomin til Reykjavíkur
lýsir stemningunni þar í bréfi til systur sinnar, Solveigar, dagsettu
7. nóvember 1865:
Þegar jeg kom hingað, var mjer tekið vel, eins og jeg bjóst við, og síðan hefi
jeg verið hjer í góðu yfirlæti. Jeg hefi komið svona í nokkur hús […] og er
mjer alstaðar mikið gott að koma. Mjer þykir reindar gaman að koma til
þeirra sem eru skemtilegir og vingjarnlegir, einsog mjer finst fólk vera hjer,
en þó þikir mjer bezt að sitja hjá vinkonu minni í næði eða ganga um göt-
urnar þegar búið er að kveikja í húsunum eða túnglið skín í heiði; jeg er
næstum hissa á því hvað þessi tími er ólíkr því sem á undan er liðið æfi
minnar, og líklega endar hann fyrr en mig varir. Jeg hefi tíma í Frönsku hjá
Fröken Augustu […]; hún er mjer undur góð, Frökenin; hún bauð að koma
með mjer til Prófessorsins, og þar vorum við á Sunnudagskveldið í góðu yfir -
læti. Annars fjekk ekkert sjerlega mikið á mig í því húsi, nema Elínborg, það
er sjerlega viðkunnanleg og dönnuð stúlka. Gaman þikir mjer að musikk -
inni, jeg hefi heyrt Elínborgu og Önnu Thórarens fóstrdóttir Sigurðar Mel-
224 helga kress skírnir
vík. „Bærinn var þá lítill og heimilisfólkið á flestum heimilum þekktist og um-
gekkst hvað annað. Embættismenn komu saman við og við hver hjá öðrum á
spilakvöldum og hjeldu einstöku sinnum stærri boð. Danzleikir og gleðileikir
voru hafðir stöku sinnum á vetrum og tóku flest heimili einhvern þátt í þeim.
[…] hópaði unga fólkið sig saman á ýmsum heimilum til skemtunar og
glaðværðar“ (Þorvaldur Thoroddsen 1908: 277). Í endurminningum sínum, Sjeð
og lifað, nefnir Indriði Einarsson þrjú helstu menningarhús í Reykjavík á ár-
unum 1865–72. „Fyrst og fremst af þessum húsum var hús Jóns Guðmundssonar
ritstjóra Þjóðólfs,“ annað hús í bænum „þar sem margir komu, var hús Pjeturs
biskups Pjeturssonar. Hann var þá víðlesnasti höfundur á landinu.“ Þriðja húsið
var „heimili Pjeturs Guðjohnsens. Þar var efst á baugi söngur, sönglist og
hljóðfærasláttur“ (Indriði Einarsson 1936: 112–113).
14 Lbs 2193 4to 15. Bréf til Sigríðar Einarsdóttur frá Mörtu Stephensen. Sjá einnig
Guðjón Friðriksson 1991: 193.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 224