Skírnir - 01.04.2015, Page 225
225„það er ekki ljósunum að því lýst“
steds spila á Fortepíanó; ó, hvað það er fallegt! mjer fanst jeg gleyma að jeg
var í þessum heimi.15
Í bréfi frá 22. mars 1866, einnig til systurinnar, heldur hún áfram
að tala um samkvæmislífið og víkur að „kómedíunum“ sem mikill
áhugi var fyrir í Reykjavík á sjöunda og áratugnum:
Mikið hefir verið hjer um skemtanir í vetr, þær taka bæði tíma og skild-
inga, svo maðr ætti að vara sig við þeim, en ekki get jeg nú hælt mjer af því.
Comedíurnar voru leiknar í 14 kveld; jeg var í 7 kveld og hafði jeg mikið
gaman af. Seinasta kveldið máttu allir vera ókeypis, sem keipt höfðu sjer
aðgöngu fyrir 6 kveld.16
Síðar í bréfinu segir hún frá því að „prófessorinn“ sé orðinn biskup
og muni sigla með næstu póstskipsferð til að taka við embættinu
ásamt konu sinni og dætrum. „Þær eru makalaust dannaðar og
viðfeldnar stúlkur.“
Árið 1870 voru íbúar í Reykjavík alls 1943 (að frádregnum
skóla piltum í Lærða skólanum),17 og voru konur mun fleiri en
karlar. Höfuðstaðurinn var því „mikill kvennabær“ (Guðjón Frið -
riks son 1991: 70). Má ætla að konur hafi einnig verið í meirihluta
þeirra sem sóttu leiksýningar, og þá einkum konur af heldrimanna-
stétt, því að aðgöngumiðar voru mjög dýrir, eins og Jakobína
kvartar líka undan. Í janúar 1874 kostuðu „inngöngumiðar“ að leik -
sýningum í nýja sýningarsalnum í Glasgow „48 skk. [skildinga]
fyrir fullorðna, er sitja vilja, en 32 skk. fyrir standandi og börn“.18
Miðað við verðlag þessa tíma voru 48 skildingar (hálfur ríkisdalur)
um tveggja vikna laun vinnukonu. Aðgöngumiðarnir að þeim sex
kvöldum sem Jakobína keypti hafa því kostað þrjá ríkisdali eða því
skírnir
15 Lbs 2748 4to. Bréf til Solveigar Jónsdóttur frá Jakobínu Jónsdóttur. Sjá einnig
Finnur Sigmundsson 1961: 157–158.
16 Lbs 2748 4to. Bréf til Solveigar Jónsdóttur frá Jakobínu Jónsdóttur. Sjá einnig
Finnur Sigmundsson 1961: 160. Um leikhús og leiksýningar í Reykjavík á þessu
tímabili, sjá Sveinn Einarsson 1991: 229–322.
17 Guðjón Friðriksson 1991: 27. Sjá einnig Helgi Skúli Kjartansson 1974: 256 o.áfr.
18 Þjóðólfr 1874: 37. Verslunarhúsið Glasgow í Kvosinni var byggt árið 1863, þá
„stærsta hús á landinu“. Árið 1872 keypti Egill Egilsson kaupmaður húsið fyrir
6000 ríkisdali „og var það notað til ýmislegs“, m.a. funda- og sjónleikahalds.
Húsið brann árið 1903 (Klemens Jónsson 1929: 46).
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 225