Skírnir - 01.04.2015, Síða 226
sem nemur þriggja mánaða launum vinnukonu. Þær gátu að vísu
valið að standa, eftir langan vinnudag, fyrir heldur lægra verð.
Samtíma Jakobínu í Reykjavík var skólapilturinn, og tilvonandi
leikskáldið, Indriði Einarsson, sem einnig kom þangað úr sveitinni
haustið 1865. Í endurminningum sínum minnist hann sérstaklega á
samkvæmislífið og segir: „Töluvert samkvæmislíf var í bænum 1865.
Menn komu saman til að halda dansleiki og miðdegisveizlur; auð -
vitað var það sjaldan. Gleðileikir voru stundum haldnir og voru víst
bezta skemtunin, sem völ þótti á“ (Indriði Einarsson 1936: 72). At-
hyglisvert er að hann segir gleðileikir, en það orð var jafnframt haft
um þær kómedíur sem voru settar á svið í Reykjavík á sjöunda og
áttunda áratug 19. aldar.
Frá sömu „kómedíum“ og Jakobína Jónsdóttir lýsir í bréfi sínu
segir svo á forsíðu Þjóðólfs 13. janúar 1866, og eru þar kallaðar
gleðileikir:
Gleðileikirnir á Skandinavia hófust að kvöldi 1. þ.mán., voru þá leiknir
„Útilegumennirnir“, eptir Matthias Jochumsson, eptir prentuðu útgáfunni.
Síðan hefir verið leikið 5 sinnum að auki […]. Öll þessi 6 kvöldin hefir verið
troðfullt af áhorfendum, er þó nú rúmum 30 sætum fleira heldren verið
hefir að undanförnu, og er fjöldi sem hefir viljað komast að en eigi getað
fengið bílæti keypt. (Þjóðólfr 1866: 33)
Mánuði síðar er fréttin endurtekin í sama blaði. Þar kemur það fram
til viðbótar að Útilegumennirnir hafi verið leiknir fimm sinnum,
Pakk eftir Overskou (á íslensku) fjórum sinnum, Gjenboerne eftir
Hostrup, fimm sinnum, og Intrigerne, „saungleikur“, einnig eftir
Hostrup, þrisvar sinnum, tveir þeir síðustu á dönsku. Þarna er
einnig sagt frá því að leikararnir hafi gefið allan ágóða eins kvölds-
ins „til undirstöðusjóðs til þess að koma upp leiksvæðis- eða scenu-
húsi með framtíð, svo leiksvæðið sjálft mætti standa og verða til
taks, hvenær sem vildi“.19
Um kómedíurnar í Reykjavík árið 1867 skrifar svo biskups-
dóttirin, Elinborg, til vinkonunnar Sigríðar Einarsdóttur í Bret-
landi, í bréfi, dagsettu 30. desember 1867:
226 helga kress skírnir
19 Þjóðólfr 1866: 57. Sjá einnig Klemens Jónsson 1929: 81 o.áfr.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 226