Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 227
227„það er ekki ljósunum að því lýst“
[…] líka gengur svo mikið á hér um Jólin, með Selsköp og Comediur, að
tíminn er liðinn óðar enn jeg veit af. […] Skólapiltar hafa leikið Comedíur
um Jólin, og boðið bæarbúum og hefur verið hin mesta skemtun að […].
Þeir létu Jón Repp koma inná leiksviðið í gjærkveldi í eigin persónu, það
varð náttúrlega allramesta grín úr því, mér þókti það svona fallegt í meðal-
lagi, að gjöra svona mikið narr að garminum þeim arna er þó ekki fallegt,
nóg um þetta.20
Enn eru kómedíur til umræðu í bréfi sem Elinborg skrifar Sigríði sex
árum síðar, þá orðin amtmannsfrú:
Það er verið að tala um að leika hér Comedíur í vetur, það getur orðið
mikið skemtilegt, ef þeim tekst vel að leika, jeg veit að sumir eru góðir en
sumum tekst það miður, það er víst gáfa sér á parti að leika vel.21
Í þessu sama bréfi, dagsettu 8. desember 1873, segir hún frá brúð -
kaupi sínu, og setur upp eins og á sviði: „Nú er jeg þá flutt uppí
mitt nýa hús, hvar jeg kann ágætlega vel við mig, allt gengur mér
eptir óskum og allt er eptir mínu geði, við giptustum 18. okt. og
veizlan var haldin hérna í húsinu því það er stærra en hús foreldra
minna, þar gátu ekki setið eins margir og boðnir vóru.“22
Inn í þetta umhverfi samkvæma, húsa og kómedía skrifar svo
Sigríður Bogadóttir leikrit sitt um afmælisdaginn gleðilega.
Fyrsta Reykjavíkurleikritið
Leikrit Sigríðar Bogadóttur, „Gleðilegur afmælisdagur“, gerist í
Reykjavík samtímans. Af þeim fjölda skírskotana til atburða, um-
skírnir
20 Lbs 2193 4to. Bréf til Sigríðar Magnúsdóttur frá Elinborgu Thorberg. Jón Repp
var einn af „flökkurum“ síns tíma og kynlegur kvistur, ættaður úr Hreppunum,
þess vegna nafnið. Sjá Fálkinn 15. september 1939: 3. Ég þakka Guðjóni Friðriks-
syni fyrir þessa ábendingu.
21 Lbs 2193 4to. Bréf til Sigríðar Magnúsdóttur frá Elinborgu Thorberg. Í bréfi til
hennar frá 3. maí sama ár þakkar hún henni fyrir „lukkuóskir“ í sambandi við trú-
lofun sína. Þá segir hún að Thorberg sé nú búinn að vera í Reykjavík í mánuð, hann
„logéri“ hjá Egilsen í Glasgow og verði þar þangað til húsið hans sé komið suður.
22 Húsið flutti Bergur Thorberg með sér frá Stykkishólmi. Kostaði flutningurinn
2000 ríkisdali og var greiddur af landssjóði (Þjóðólfr 1873: 81). Húsið stóð við
„Bakarastíginn“, þar sem nú er Bankastræti 7. Það var rifið 1973.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 227