Skírnir - 01.04.2015, Side 233
233„það er ekki ljósunum að því lýst“
upplýsingar næstu kynslóðum og á fyrst að koma út eftir hans dag.
Þetta er auðvitað karlrithöfundur sem er vissara því að hann er
norm verksins, sjáandinn og boðberi sannleikans. Um leið skapast
hliðstæða með honum og þeim kvenhöfundi sem býr hann til. Bæði
eru þau að safna efni um það sama, hann í skáldsögu, hún í leikrit,
og hvorugt verka þeirra er til birtingar að þeim lifandi. Skáldsögu
sinni lýsir Þorkell svo fyrir tilfallandi gesti sem slæðist drukkinn
inn á veitingahúsið og er með læti og hortugheit:
þorkell: Jeg á lítið með að reka yður út, en síður eigið þjer með að reka
mig út, húsin eru svo gott sem mín. Þjer vitið ekki að jeg er að semja
nokkurs konar skáldsögu. Það er svo mikið verið að skrifa og skrafa
um framfarirnar hjer á landi. Jeg er að sýna lífið eins og það hefur verið
fyrir 30 eða 40 árum og hvernig það nú er, og jeg verð að taka mörg
atriði úr knæpulífinu, til þess að menn sjái framfarirnar í þeim pósti.
Jeg meina seinni tíðar menn. Og þess vegna er jeg hjer svo oft.
gestur: Það verður gaman að sjá þenna pjesa, verður hann margar arkir?
þorkell: Það get jeg ekki sagt fyrir víst, það er mest komið undir því
hversu vel knæpan verður sótt.
gestur: Nær gefið þjer bókina út?
þorkell: Hún verður gefin út eftir minn dag.
gestur: Hvernig stendur á því?
þorkell: Hjer kemur engin bók út, sem er útásetningarverð. Ef jeg væri svo
grunnhygginn að gefa út pjesann minn, þá yrði hann rifinn og tættur í
sundur orð fyrir orð, og jeg með, en þegar jeg er dauður, þá veit jeg
ekki neitt um það. Sumir mundu bera í bætiflákann fyrir knæpulífið og
segja mig margskrökva, og má ske draga mig fyrir rjett og dóm, og þar
neyddist jeg til að tilgreina mennina og skýra greinilega frá öllu til þess
að þvo hendur mínar. Er ekki von að jeg vilji komast hjá slíku mála-
vafstri? Mjer yrði, meir að segja, máske hótað tugthúsinu.
gestur: Það er víst margt róstusamt í pjesanum.
þorkell: Allt sannleikur.
skírnir
síðar varð Hótel Ísland. Veitingahús leikritsins skiptist í þrjár stofur, eins og líka
Gildaskálinn. Þar nefndust stofurnar „Almenningur“, „Káetan“ og „Svínastían“,
og fór það eftir virðingarröð hvar menn drukku. „Svínastían var hin óæðri stofa
og þar drukku dónarnir sem svo voru nefndir til aðgreiningar frá höfðingjunum“
(Guðjón Friðriksson 1991: 191). Sjá einnig grein Guðjóns (1988) „Svínastían.
Alræmd drykkjubúla í Reykjavík“, með nákvæmari lýsingu og tilvitnunum í
samtímaheimildir.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 233