Skírnir - 01.04.2015, Page 234
Bæði með höggum og illyrðum
Þau tvö meginvandamál sem leikritið tekur einkum til umræðu eru
drykkjuskapur karla og bág kjör kvenna, en drykkjuskapur var
landlægur í Reykjavík og víðar á síðari hluta 19. aldar, sannkallað
þjóðarböl sem kom mjög niður á konum þótt ekki væri talað um. Í
langri framhaldsgrein sem Jón A. Hjaltalín birtir um þetta efni í
blaði sínu Heilbrigðistíðindum 1872 álítur hann „drykkjuskapinn
einhvern hinn skaðvænasta löst í mannlegu félagi.“ Um leið afsakar
hann orðalagið, að sumum kunni að þykja hann taka ærið djúpt í ár-
inni. En „jeg hygg samt sem áður,“ segir hann, „að mjög margir sjeu
þeir, sem játa þetta satt vera, og sem sjeu allt eins gramir upp á
drykkjuskapinn og jeg sjálfur.“ Þá víkur hann að þeirri þögn sem um
málið ríkir og tekur dæmi af dagblöðunum:
Þegar menn lesa í íslenzkum blöðum um ýmsar ófarir, sem menn hafa orðið
fyrir, þá er það eigi sjaldan, að ofdrykkja á allmikinn þátt í slíku, og munu
hin dæmin þó vera enn þá fleiri, er aldrei hafa orðið heyrum kunnug.
Þannig þekki jeg mörg dæmi, að ungir menn hafa orðið bráðveikir eða dáið
snögglega af völdum ofdrykkju, og hefur þess þó hvergi verið getíð í
blöðunum. Þetta er með náttúrlegum hætti opt sprottið af ókunnugleika
rithöfundanna. […] Með þessum hætti verður það, að allmörg af slysum
þeim, er af ofdrykkjunni leiðir, verða aldrei heyrum kunnug, en þó mun
hver sá, sem vill lesa dagblöð vor, og einkum þann kafla þeirra, er hljóðar
um mannaIát og slysfarir, um hið seinasta 10 ára bil — og er það þó eigi
langur tími, — geta fundið ærið mörg dæmi þess, hve mörgum ofdrykkjan
hefur orðið að fjörtjóni. En þó nú fjöldi þeirra, sem við slík atvik hafa farið
sjer að voða, sje, ef vel er að gáð, ærið stór, þá þori jeg þó að segja, að tala
þeirra, sem hafa skemmt heilsu sína á ofdrykkju, er enn þá stærri. Þetta er
opt hulið bæði fyrir blaðamönnum og almenningi, en læknirinn fær því
optar að sjá hinar sorglegu afleiðingar af ofnautn áfengra drykkja bæði hjer
og erlendis.
Þá margendurtekur hann hve brennivínið geti orðið mönnum að
bráðum bana og til séu þeir sem „bráðdeyja í drykkjuskap“.34
234 helga kress skírnir
34 Jón A. Hjaltalín 1872: 1–2, 5. Í endurminningum sínum lýsir Indriði Einarsson
(1936: 72) drykkjuskapnum í Reykjavík eins og hann blasir við honum haustið
1865: „Ef komið var inn í búðirnar í bænum […] þá hjengu menn í röðum fram
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 234