Skírnir - 01.04.2015, Síða 235
235„það er ekki ljósunum að því lýst“
Engu er líkara en leikrit Sigríðar sé leikræn útfærsla á orðum
landlæknis. Hann kemur að vísu ekki inn á það heimilisofbeldi sem
af drykkjuskapnum leiðir, en það gerir hún. Eins og í Nýársnóttinni
hefst leikritið á kvennaheimi þar sem konur sitja við sauma. Í
Nýársnóttinni er það baðstofa í sveit, í leikriti Sigríðar kytra í
Reykjavík, einnig kölluð „hreysi“. Þar sitja þær mæðgur, Margrét
og Ingibjörg, og sauma „af kappi“ karlmannsskyrtur um leið og
þær, eins og Áslaug í Nýársnóttinni, syngja um dapra ævi sína og
ræða út frá því um ástandið á heimilinu. Móðirin harmar mjög örlög
Ingibjargar sem hún hefði viljað koma til mennta í stað þess að hún
verði að fórna sér fyrir heimilið með mikilli vinnu, auk þess sem
hún taki af henni „höggin“ frá eiginmanninum Ásbirni. Þetta vill
hún launa dótturinni með því eina sem hún á, silfurbelti. Það er því
miður án hnappsins því honum hefur Ásbjörn stolið og keypt fyrir
brennivín. Móðirin er meðvirk og tekur öllu með jafnaðargeði en
það gerir dóttir hennar hins vegar ekki:
ingibjörg: Heldur þú að jeg geti horft á það að hann Ásbjörn berji þig.
Nei, hann skal ekki gjöra það í minni nærveru, og úr því að hann þarf
að skeyta skapi sínu á einhverju, þá má hann láta það bitna á mjer, jeg
þoli það annað kastið.
margrjet: En það er það versta að þú svarar honum stundum.
ingibjörg: Jeg er neydd til þess; jeg er að reyna að sannfæra hann.
margrjet: Það er ekki til neins að hugsa sjer að sannfæra drukkna menn;
það er eins og að berja höfðinu við stein; jeg man þegar hann faðir þinn
sæll var kenndur, þá mátti jeg þegja, ef vel átti að fara, og var hann
góður maður, og hví skyldi þá ekki vera best að þegja, þegar þessi
maður á í hlut.
ingibjörg: En það má ekki láta þá vaða uppi eins og illhveli; menn verða
að bera hönd fyrir höfuð sjer. Það er grátlegt hvernig hann er búinn að
gjöra þig heilsulausa bæði með höggum og illyrðum.
margrjet: Þess háttar menn eru svipur á oss syndugar mannskepnur.
Þannig afsakar móðirin ekki aðeins ofbeldismanninn, heldur kennir
hún sjálfri sér um.
skírnir
á búðarborðin, til þess að fá brennivín. Mestu garparnir fengu sjer pela eða hálf-
pela af brennivíni og drukku það út í einum rykk. Það mun hafa þótt hetju-
skapur.“
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 235