Skírnir - 01.04.2015, Page 236
Í höfuðstaðnum er mikið um drykkjuskap, og beinir leikritið
ljósunum að „óhræsis knæpunum“ og „veitingahúsinu“, uppsprettu
drykkjuskaparins. Margréti finnst þungbært að eiga þar bæði mann
og son og þar að auki dóttur sem gengur um beina. Meðan þær
mæðgur, hún og góða dóttirin Ingibjörg, eru að ræða þetta og
vandræðin með soninn Jón heyrist úti fyrir „munnmælgi“: „Jeg vil
fá ríkisdalinn minn, sem jeg lánaði þér,“ og „Slepptu mér skrattinn
þinn, eða ég skal …“, og inn gengur Ásbjörn. „Æ,“ segir Margrét,
„nú er úti friðurinn.“ Ásbjörn er fullur og fer strax að rífast. Hann
heimtar skyrturnar sem þær eru að sauma, er sjálfur rifinn og tættur
og kvartar undan því að ekkert sé um hann hugsað. Móðirin þegir
en Ingibjörg verður til svara:
ingibjörg: Hví ert þú að rífa fötin þín í áflogum? Þú hefur rifið þetta síðan
í morgun, því þegar þú fórst í hana [buruna] var hún heil.
ásbjörn: Hvað varðar þig um það, hvernig jeg ríf fötin mín?
ingibjörg: Jeg skal sauma saman rifurnar.
ásbjörn: Nei. Jeg skal gjöra ykkur það til skammar að ganga svona rifinn
og tættur.
margrjet: Jeg skal sauma saman.
ásbjörn: Og þegi þú, hlassadrottningin þín. Jeg vil ekki að þú segir eitt orð
á móti mjer.
ingibjörg: En heldur þú að okkur verði lagt það út til lýta, að þú gengur
rifinn og tættur. Nei. Allir vita, hvernig þú hagar þér og vorkenna
okkur.
ásbjörn: Allir vita að þið eruð ónýtar og ómagar. Jeg vinn fyrir hreysinu,
þið gjörið ekki neitt, og svo fæ jeg ekki annað en sneypu og vanþakklæti.
Jeg vil sjá þann mann, sem gæti verið í mínum sporum, hjer er ekki
annað en iðjuleysi og óþrifnaður.
ingibjörg: Og drykkjuskapur og rifrildi.
ásbjörn: Ertu að sneiða mig, stelpan þín. Jeg skal kenna þjer að þegja.
(Reiðir til höggs).
margrjet: Sláðu hana ekki; vertu góður.
ásbjörn: Og þegi þú, eða jeg skal gefa þér á túlann. (Sýnir hnefann) Þessi
getur kennt ykkur að respektera mig.
Í framhaldi af þessu vill Ásbjörn fá brennivín, en það er ekki til.
Hann heldur áfram að skammast og rífast yfir því sem þær hafa gert
honum, og sé hann orðinn öreigi þeirra vegna. Þá heimtar hann öl,
236 helga kress skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 236