Skírnir - 01.04.2015, Page 237
237„það er ekki ljósunum að því lýst“
en það er ekki heldur til og Ingibjörg býður vatn. Margrét segir ekki
orð.
ásbjörn (til Margrétar): Þú þegir. Skárri er það konu-ómyndin.
margrjet: Jeg má hvorki tala eða þegja.
Ásbjörn tekur upp tóman pelann sem hann kom með. Hann
heimtar silfurbelti Margrétar til að setja í pant, þykist ætla að kaupa
fyrir það mat. Hún neitar að láta hann fá beltið, segist hafa gefið
Ingibjörgu það, en býður honum mat.
ásbjörn: Viltu bara þegja og fá mér beltið (reiðir til höggs).
Ingibjörg er göfug og biður hann að berja sig heldur. „Hún mamma
er ekki maður til að þola höggin þín.“ Hann segist þá skuli lemja þær
báðar, og ef hann fái ekki beltið með góðu, muni hann brjóta upp
kistuna þar sem það sé geymt. Ingibjörg neitar honum um lykilinn
og upp spretta eftirfarandi orðaskipti:
ingibjörg: Og þú færð aldrei lykilinn. Það var ekki fallegt af þjer þegar
þú fórst ofan í kistuna hennar móður minnar, tókst hnappinn úr sam-
fellunni hennar og ljest hann upp í brennivínsskuld, og þegar hún
kvartaði um það við þig, barðir þú hana ofan í kaupið, svo að hún lá í
rúminu heilan mánuð, og er ekki orðin jafngóð enn, og jeg er viss um
að hún hefði veslast upp, hefði ekki gott og mannúðlegt fólk sent henni
heilnæmt fæði til að nærast á.
ásbjörn: Haltu á þjer túlanum og skiptu þjer ekki af því sem jeg gjöri (fer
í vasa Margrjetar og tekur lykilinn, hún er hálfkjökrandi).
margrjet: Þetta er það síðasta sem jeg á, og það á þá að fara svona (Ingi-
björg stimpast við Ásbjörn og ætlar að ná lyklinum; svuntan hennar
rifnar í stimpingunum).
Í sama bili kemur „Steinunn kerling“ inn. Steinunn er sterk og
sjálfstæð, hefur aldrei verið við karlmann kennd. Þar hittir Ásbjörn
ofjarl sinn, því að hún nær af honum lyklinum eins og ekkert sé og
hótar honum öllu illu: „Það væri mátulegt að gefa þér á túlann með
lyklinum.“ Undan þessari hótun kerlingar flýr Ásbjörn með þeim
orðum að hann ætli að „súpa úr lekabyttunum“ hjá þeim í veit-
ingahúsinu ef honum leggist ekki annað til. Steinunn er vatnskerl-
ing á leið að sækja vatn fyrir madömu Pál í tilefni væntanlegrar
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 237