Skírnir - 01.04.2015, Síða 243
243„það er ekki ljósunum að því lýst“
ragnhildur: Sá er munurinn, að jeg hugsa um þá, og jeg þakka mínum
fallegu fötum lukku mína. Ef jeg hefði sífellt verið í ljótum görmum, þá
væri ekki komið fyrir mjer eins og er. Karlmennirnir fælast okkur,
þegar við erum illa búnar.
Ragnhildur þakkar útliti sínu og fötum fyrir þjónustustarfið á veit-
ingahúsinu sem hún fær betur borgað, m.a. í drykkjupeningum, en
Ingibjörg fær fyrir saumaskapinn. Báðar þjóna þær körlum, Ragn-
hildur með því að þrífa upp eftir þá spýjuna og Ingibjörg með því
að gera við og sauma skyrturnar þeirra. Þetta gera þær við lítið þakk -
læti eins og nafngiftirnar bera með sér. Ragnhildur sér framtíð sína
í biðlum sem Ingibjörg þykist ekki hafa áhuga á, en hefur samt, enda
var hjónaband eina vonin um sæmilega framtíð fyrir konur á því
tímabili sem leikritið lýsir, og jafnvel þótt það væri með drykkfelld -
um presti. Úr þessum vanda stúlknanna og lágri stöðu rætist skyndi-
lega með deus ex machina, aðkomumanninum dularfulla, nokkuð
sem reyndar getur aðeins gerst í leikriti.
Hastarleg gleði
Eitt af því gleðilega í leiknum er brennivínsdauði Ásbjarnar sem
allir fagna og kemur sér afar vel, því að aðkomumaðurinn sem Mar -
grét sá í svip án þess að átta sig á hver var, og mikið er látið með í
leiknum, er fyrri eiginmaður hennar, kominn vellauðugur frá Am-
eríku til að sækja hana og löngu uppkomin börnin. Hann fer í fyrstu
huldu höfði en í þriðja þætti sem fer fram í húsi þeirra herra Páls og
madömu hans, ljóstrar hann upp hver hann er og segir sögu sína.
Hann hafði þá nefnilega ekki drukknað fyrir tíu árum eins og menn
héldu heldur verið bjargað á rúmsjó upp í skip á leið til Ameríku.
Þar hafði hann eftir alls kyns hrakninga lent hjá gömlum hjónum
sem svo heppilega vildi til að höfðu nýlega misst einkason sinn. Þau
tóku hann að sér og arfleiddu hann að miklu ríkidæmi. En ekki er
nóg með að hann komi þarna sjálfur, vellauðugur með vasana fulla
af gullpeningum, heldur kemur það á daginn að hann er kominn í
beinan karllegg af Lofti ríka. Hann biður um að fá að sjá konu sína
en fær ekki, þar sem hún er ekki talin þola „svo hastarlega gleði“.
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 243