Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 244
Enn máttvana eftir svipinn sem hún hafði séð er hún flutt í „afsíðis
herbergi“ í húsi þeirra herra Páls, „þangað sem enginn kemur“, og
leiknum lýkur án þess að þau hjónaleysin sjáist nokkurn tímann eða
hún fái að vita að eiginmaðurinn sé á lífi og kominn aftur til að sækja
hana. Sú mikla gleði sem endurkoman vekur á því tæpast við um hana.
Að mati Ingibjargar er móðirin heldur ekki sýningarhæf, og því ekki
ástæða til að beina ljósunum að henni. Þegar aðkomumaðurinn
harmar að hafa ekki þekkt konu sína, þar sem hann sat á hestbaki á
leiðinni í veitingahúsið og hún sá hann í svip, fær hann þessa lýsingu:
ingibjörg: Þó að þú hefðir séð hana, hefðir þú ekki þekkt hana; hennar útlit
er orðið svo umbreytt af sorg, af fátækt, af illri meðferð.
Sama segir bróðirinn Ísleifur sem þannig heilsar systur sinni, sem
hann hefur ekki séð í tuttugu ár eða síðan hún giftist „aðkomu-
manninum“, þá venjulegum sveitabónda, í óleyfi hans:
ísleifur: Er þetta hún Margrjet, systir mín? Hamingjan góða hjálpi mjer!
Hvaða skelfing umbreyting! Jeg þarf ekki að spyrja þig að hvernig þjer
líði, því jeg sje það, þú sýnist 20 árum eldri en þú ert, eintómur sorgar-
svipur, ekkert bros sjest nú á þínum fyrri fögru, rjóðu kinnum; þín
fannhvíta húð er orðin gulleit; þín fögru augu eru hálfbrostin. Ham-
ingjan hjálpi mér!
Margrét er sem sagt tekin úr umferð, en Ingibjörg hins vegar játast
umsvifalaust Jóhanni þegar hún kemst að því að hún sjálf er orðin
rík. „Hvílík lukka,“ segir Jóhann, en ekki er alveg ljóst hvort hann
á við peningana eða Ingibjörgu, og ákveður að fara með henni og
þeim systrum til föðurins og „velgjörðaforeldra“ hans í Ameríku
og læra læknisfræðina þar í stað Kaupmannahafnar. Þetta líkar
reyndar ekki móður hans, madömu Pál, þar sem Ameríka er svo
langt í burtu. Vandræðasonurinn Jón tekur meira að segja snöggum
sinnaskiptum þegar hann fréttir af öllum gullpeningum hins endur-
heimta föður. Lýsingin er írónísk. Hann bregst við orðinu ríkur og
segir við sjálfan sig: „Faðir minn ríkur? Hvað á ég að gjöra?“ Að
ráði móðurbróðurins Ísleifs krýpur sonurinn við fætur föður sín um,
þakkar hamingjunni fyrir að hann skuli kominn og biður fyrir-
gefningar. Þeir feðgar faðmast.
244 helga kress skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 244