Skírnir - 01.04.2015, Page 245
245„það er ekki ljósunum að því lýst“
Sonurinn biður föðurinn fyrirgefningar á því sem hann gerði
ekki honum heldur móðurinni sem grét undan honum og þessu
óbærilega ástandi. Upp kemst um Jónas Breiðdal sem var þá trú-
lofaður stúlku, prestdótturinni „jómfrú Kristínu“, og þar með
staðfestist að Ingibjörg, hin siðferðilega rödd leikritsins, hafði rétt
fyrir sér í þessu sem öðru. Ragnhildur gleðst yfir væntanlegri Am-
eríkuför og því að geta hætt að vinna á veitingahúsinu og vera
kölluð griðka. Vegna ríkidæmisins og ættfærslunnar til Lofts ríka
hækka þær Ingibjörg og Ragnhildur í samfélagsstiganum. Þegar in-
spektor Lærða skólans, sem er þarna staddur í stofu herra Páls til að
ræða vandamálið með Jón, heyrir þetta breytist skoðun hans á þeim
systrum snarlega og hann segir: „Þið systurnar eruð þá frökenar.
Jeg gratúlera.“
Í lokin hefur leikurinn færst frá móðurinni Margréti sem bein-
línis hverfur í leikritinu til föðurins sem áður hvarf en kom aftur. Það
gerir hann í öllu sínu veldi, þ.e.a.s. í táknrænum skilningi sem feðra-
veldið sjálft, ríkt en örlátt. Í þessu felst m.a. boðskapur verksins.
Þeir sem eru ríkir eiga að gefa fátækum og uppskera fyrir það þakk -
læti. Í leikritinu er mikið verið að þakka velgjörðamönnum fyrir
ölmusu. Aðalvelgjörðamaðurinn, fyrir utan föðurinn í lokin, er ma-
dama Pál sem í fjarveru hans hefur bókstaflega haldið lífinu í konu
hans og börnum og á sjálf tvo velheppnaða syni, prest og tilvon-
andi lækni. Hún uppsker ekki bara margfalt þakklæti frá föðurnum
heldur einnig laun í kvenlegu skarti, dýrum demantshring með
þremur steinum sem aðkomumaður dregur af fingri sér. Gjöfinni
fylgja eftirfarandi orð:
aðkomumaður: Lofið þjer mér að þakka yður fyrir alla þá elsku-
semi, sem þjer hafið sýnt konu minni og börnum. Þjer eruð vel-
gjörðamaður aumingjanna.
Þannig er madama Pál hetja leiksins. Um leið er hægt að tala um
sigur raunsæisins í þessu fyrsta Reykjavíkurleikriti og því elsta sem
varðveist hefur eftir íslenska konu. Það sýnir það sem ekki var áður
sýnt. Ljósunum á leiksviðinu er beint að stöðu fátækra kvenna í
Reykjavík á því tímabili sem það er skrifað, stéttskiptingu sam-
félagsins, drykkjuskap og heimilisofbeldi auk annarrar misnotkunar
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 245