Skírnir - 01.04.2015, Síða 246
á konum og kúgandi orðræðu samfélagsins um þær. Það íróníska er
að þetta leikrit sem átti að lýsa með ljósum var aldrei sett á svið,
heldur falið baksviðs eins og móðirin Margrét, þaggaður texti eins
og hún sem var skipað að þegja. Þá var varðveisla leikritsins einnig
tæp. Það er aðeins til í einni afskrift, án höfundarnafns, afriti af eigin-
handarriti, og því ef til vill að einhverju leyti ritskoðað. Biskups -
frúin var nefnilega ekki eins og fólk er flest. Það verður einnig að
telja írónískt við alla gleðina í leikslok að sú mikla gleði sem fjöl-
skyldan á í vændum með endurkomu hins ríka föður getur ekki átt
sér stað í Reykjavík, og ekki einu sinni á Íslandi, heldur í Ameríku,
því útlandi sem var eins langt í burtu og þá var hægt að komast.
Heimildir
Óprentaðar heimildir
Landsbókasafn-Háskólabókasafn, handritadeild. Steingrímur Thorsteinsson. „Ekki
er allt sem sýnist.“ Lbs 1897 8vo.
Landsbókasafn-Háskólabókasafn, handritadeild. Bréfasafn Jóns Sigurðssonar
alþingismanns, Gautlöndum. Lbs 2748 4to.
Landsbókasafn-Háskólabókasafn, handritadeild. Bréfasafn Eiríks Magnússonar. Lbs
2193 4to 15 b.
Þjóðminjasafn Íslands.Minjasafn prófessors Þorvalds Thoroddsen og frú Þóru Thor-
oddsen. Þóra Thoroddsen, „Fröken Skagalín.“ Þjms Þ og ÞTh 287.
Þjóðminjasafn Íslands. Minjasafn prófessors Þorvalds Thoroddsen og frú Þóru Thor-
oddsen. Sigríður Bogadóttir. „Gleðilegur afmælisdagur.“ Þjms Þ og ÞTh 288 a,b,c.
Prentaðar heimildir
Benedikt Gröndal. 1932. „Ferðasaga heimanað til Halldórs Þórðarsonar.“Ýmislegt:
Fyrirlestur, leikur, ferðasaga (bls. 105–137). Reykjavík: Bókaverslun Þorsteins
Gíslasonar.
Brandes, Georg. 1872. Hovedstrømninger i det 19de Aarhundredes Litteratur: Fore -
læsninger holdte ved Kjøbenhavns Universitet i Efteraarshalvaaret 1871. Fyrsta
bindi. Kjøbenhavn: Gyldendal.
Einar Laxness. 1998. Íslandssaga a-h. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
Fálkinn. 1939. „Gamlir kunningjar.“Fálkinn, 15. september.
Finnur Sigmundsson. 1961. Konur skrifa bréf. Sendibréf 1797–1907.Reykjavík: Bók-
fellsútgáfan.
Frjettir frá Íslandi.1874. [Án titils]. „Frjettir frá Íslandi 1873.“
Guðjón Friðriksson. 1988. „Svínastían: Alræmd drykkjubúla í Reykjavík.“ Lesbók
Morgunblaðsins, 7. maí.
246 helga kress skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 246