Skírnir - 01.04.2015, Page 249
SVEINN EINARSSON
Af Guttormi
„… ég ætla að minna þig á,
að ef þitt subconcious eða undirvitund
er ekki að verki með þér þegar þú ritar,
þá framleiðir þú ekki skáldverk.“
Guttormur J. Guttormsson í bréfi til
Jóhannesar P. Pálssonar.1
Eitt af leikskáldum Íslendinga heitir Guttormur J. Guttormsson.
Hann er einstakur fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er hann
bóndi í einni af Íslendingabyggðum Vesturheims, við Íslendinga-
fljót í Manitoba og er fæddur vestra þó að hann skrifi á íslensku. Í
öðru lagi er hann einangraður frá því sem kalla má allt venjulegt
leiklistar-umhverfi, og litlum sögum fer af því að leikir hans hafi
verið fluttir, hvorki austan hafs né vestan.2 Aðeins einn leikja hans,
Hringurinn, hefur verið fluttur, í íslenska ríkisútvarpinu, það var
1939; sá leikur hefur einnig verið þýddur á ensku. Guttormur er því
nánast utan við íslenska leiklistarsögu ef svo má að orði komast.
Eigi að síður er hann eitt sérstæðasta skáld í leikritunarsögu okkar.
Það helgast af því að efnisval og efnistök eru allt annars konar en
flestra íslenskra leikskálda fyrr og síðar. Þessu gátu Íslendingar
kynnst þegar Þorsteinn Gislason gaf út safn leikrita hans 1930; sú
bók nefndist Tíu leikrit.
Skírnir, 189. ár (vor 2015)
1 Tilvitnunin er sótt í ritgerð Elínar Thordarson (2011). Bréfið mun vera dagsett 1.
október 1923, en Elín getur þess ekki hvar það er að finna.
2 Lee Brandson segir í bréfi til greinarhöfundar (2014) að önnur tvö leikrit hafi verið
flutt vestra, Spegillinn og Óvænt heimsókn, en handrit að þeim leik sé glatað. Vísar
hann þar til rannsóknar sinnar í námsritgerð við Manitoba-háskóla. Brandson
lætur lista fylgja bréfi sínu yfir þau verk á íslensku eða eftir Vestur-Íslendinga (á
ensku) sem hann þekkir til. Þar er að finna 103 titla, sumt leikir í fullri lengd, sumt
smælki, annað leikgerðir eða beinlínis þýðingar eða staðfærslur (t.d. úr Holberg,
eins og tíðkaðist á Íslandi). Listinn er þó bersýnilega ekki tæmandi, enda telur
Watson Kirkconnell (1939) að leikirnir séu að minnsta kosti um 20 fleiri.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 249